Toyota hefur ákveðið að seinka rafbílaframleiðslu sinni í Bandaríkjunum vegna minnkandi eftirspurnar eftir rafbílum. Japanski bílarisinn ætlaði að hefja framleiðslu seint á næsta ári eða snemma árs 2026.

Samkvæmt BBC er líklegra að Toyota muni hefja rafbílaframleiðslu í Bandaríkjunum einhvern tímann árið 2026.

Toyota hefur ákveðið að seinka rafbílaframleiðslu sinni í Bandaríkjunum vegna minnkandi eftirspurnar eftir rafbílum. Japanski bílarisinn ætlaði að hefja framleiðslu seint á næsta ári eða snemma árs 2026.

Samkvæmt BBC er líklegra að Toyota muni hefja rafbílaframleiðslu í Bandaríkjunum einhvern tímann árið 2026.

Nokkrir aðrir bílaframleiðendur, þar á meðal Volvo og Ford, hafa einnig tekið svipaðar ákvarðanir.

Fyrr á þessu ári tilkynnti Toyota að það myndi fjárfesta 1,3 milljarða dala í verksmiðju sinni í Kentucky sem hluti af áætlun fyrirtækisins um að byggja rafknúna sportjeppa. Toyota ætlaði eins og að smíða aðra rafbílaverksmiðju í Indiana.