Hagnaður Drífu ehf., sem heldur utan um rekstur á þriðja tug verslana undir vörumerkinu Icewear, hagnaðist um 1.174 milljónir króna árið 2023, samanborið við 982 milljóna hagnað árið áður.

Tekjur félagsins námu 7,3 milljörðum og jókst velta um rúm 28% milli ára. Ýmsir kostnaðarliðir hækkuðu sömuleiðis en kostnaðarverð seldra vara hækkaði t.a.m. um 360 milljónir, laun og launatengd gjöld jukust um 450 milljónir og húsnæðiskostnaður um 300 milljónir.

Velta félagsins hefur meira en tvöfaldast frá því fyrir faraldur. Í dag er Icewear stærsta íslenska útivistarfyrirtækið en fyrirtækið tók fyrst fram úr 66°Norður samstæðunni í fyrra. Til samanburðar nam velta 66°Norður árið 2023 6,6 milljörðum og var tap af rekstrinum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.