Líkurnar á að Donald Trump verði næsti for­seti Banda­ríkjanna virðast aukast á hverjum degi sam­kvæmt könnunum en fjár­festar í Evrópu eru byrjaðir að taka stöður sam­hliða því.

Sam­kvæmt Financial Times tók Barcla­ys banki saman 28 evrópsk fyrir­tæki sem eru lík­legust til að verða fyrir nei­kvæðum á­hrifum af tollum Trump.

Meðal­tals­lækkun hluta­bréfa­verðs þessara 28 fyrir­tækja frá lokum septem­ber er um 7%.

Um er að ræða fé­lög eins og Dia­geo, LVMH og Volkswa­gen. Hluta­bréfa­verð fyrr­nefndra fé­laga hefur lækkað um 2% á árinu á meðan vegið meðal­tal allra skráðra fé­laga í Evrópu er upp um 8%.

Trump hefur lofað því að hefja við­skipta­stríð verði hann for­seti að nýju en sam­kvæmt Financial Times mun það setja meiri þrýsting á fjöl­mörg evrópsk fyrir­tæki sem eru nú þegar að berjast við dræma eftir­spurn og hægari efna­hags­um­svif víða.

„Trump-á­hrifin á þessi fé­lög eru marg­földuð,“ segir Luca Paolini, yfir­maður greiningar­deildar Pictet Asset Mana­gement, en hann vísar þar til minni eftir­spurnar í Kína og efna­hags­sam­dráttar í Evrópu.

Trump hefur lofað því að setja um 20% toll á inn­fluttar vörur frá Evrópu og um 60% toll á vörur frá Kína. Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðurinn varaði ný­lega við því að verði hug­myndir hans að veru­leika muni það hafa gríðar­leg á­hrif á hag­vöxt á heims­vísu.