Donald Trump for­seti Bandaríkjanna herðir nú tóninn gegn Ind­landi á örfáum dögum áður en 25% inn­flutnings­tollar á ind­verskar vörur taka gildi.

Í færslu á Truth Social í gær lýsti Trump Ind­landi og Rúss­landi sem „dauðum hag­kerfum“ og hélt því fram að Bandaríkin „versli mjög lítið við Ind­land“.

Hann bætti við að tollar Ind­lands væru meðal þeirra hæstu í heiminum.

Sam­kvæmt Financial Times eru yfir­lýsingar sagðar auka spennu milli tveggja þjóða sem hafa byggt upp nánara varnar­sam­starf á undan­förnum árum, einkum til að vega gegn áhrifum Kína í nágrenni Ind­lands.

Trump hafði áður hótað svo­kölluðum „refsi­tollum“ á Ind­land í apríl og virðast nýju tollarnir, sem taka gildi 1. ágúst, vera hluti af þeirri stefnu.

Hins vegar hafa ind­versk stjórn­völd ekki fengið form­lega til­kynningu frá Was­hington um ákvörðunina og for­setinn gaf í skyn í viðtali í gær að enn stæði yfir viðræður.

„Við sjáum hvað setur,“ sagði hann.+Trump hefur áður nýtt þessa taktík, hótað um háa tolla og svo sett þrýsting á samninga­viðræður.

Ind­land stendur nú eitt eftir en Evrópu­sam­bandið, Japan og Suður-Kórea hafa gefið eftir, fallist á kröfur Bandaríkjanna og undir­ritað nýja samninga.

Viðkvæm markaðs­svæði

Sam­kvæmt heimildum FT hefur Ind­land staðið fast á því að verja viðkvæma markaði sína fyrir mat­væli og mjólkur­vörur fyrir sam­keppni frá Bandaríkjunum.

Hundruð milljóna Ind­verja reiða sig á þessa geira í at­vinnu­skyni og stjórn­völd í Nýju Delí segja að þau muni „gera allt sem þarf til að verja þjóðar­hags­muni“.

Sam­kvæmt greiningu frá Axis Bank í Mumbai gætu fyrir­hugaðir tollar haft allt að 10 milljarða Bandaríkja­dala áhrif á út­flutning Ind­lands.

Þrátt fyrir að hag­kerfi landsins sé að mestu leyti drifið áfram af innan­lands­neyslu telja greiningaraðilar eins og Kunal Kundu hjá Société Généra­le að nýju tollarnir gætu „dregið úr trausti“ og sett út­flutning í erfiðari sam­keppnis­stöðu.

Það er einnig ekki rétt að „Bandaríkin eigi afar lítil við­skipti við Ind­land“ líkt og Trump heldur fram en við­skipti ríkjanna námu rúm­lega 129 milljörðum dala árið 2024.

Bandaríkin eru ein stærsta viðskiptaþjóð Ind­lands. Mikilvægur hluti ind­versks út­flutnings til Bandaríkjanna eru raf­tæki, einkum snjallsímar, og Ind­land hefur notið góðs af ákvörðun App­le um að flytja hluta af iP­hone-fram­leiðslu sinni frá Kína til Ind­lands.

Enn sem komið er virðast tollarnir ekki ná til snjallsíma eða lyfja, en greiningaraðilar eins og Sanyam Chaurasia hjá Cana­lys vara við að ef þeir verði út­víkkaðir geti það haft áhrif á verðlagningu App­le á Bandaríkja­markaði.