Ísland lendir í 10% lágmarkstolli í Bandaríkjunum en mun hærri tollar verða lagður á mörg ríki. Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í kvöld og tilkynnti um ákvörðun stjórnar sinnar um tolla á viðskiptalönd Bandaríkjanna .
Ekki er þó ljóst hvort þetta sé til viðbótar öðrum tollum sem Bandaríkin leggja á erlendar vörur. Erlendir fréttamiðlar velta upp hvort þetta sé heildartollurinn eða viðbót við 10% toll sem nú þegar er til staðar.
Uppfært: Fréttaskýrendur austanhafs túlka þá tolla sem Trump tilkynnti í kvöld sem heildartolla. 10% tollur leggist því á íslenskar vörur.
Aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra staðfesti við Ríkisútvarpið í kvöld að að tollar á innflutningsvörur til Bandaríkjanna frá Íslandi verði 10%.
Donald Trump tilkynnti fyrir stundu að Bandaríkin muni leggja 20% toll á allar vörur frá Evrópusambandinu, að bílum undanskildum en á þá leggst 25% tollur.
Ef Ísland væri í Evrópusambandinu hefði lagst 20% tollur á allar útflutningsvörur Íslendinga til Bandaríkjanna. Bretar fá einnig 10% toll, líkt og Íslendingar, vegna þess að þeir yfirgáfu Evrópusambandið í lok janúar 2020.
Ákvarðanir Trump um tolla á einstök lönd byggja ekki á hversu háa tolla þau lönd leggja á Bandaríkin, heldur eru tollarnir hærri eftir því sem viðskiptahalli Bandaríkjanna er meiri við viðkomandi land.
Hér fyrir neðan tilkynnir Trump um hvaða lönd verða fyrir barðinu á hærri tollum en 10%.
Eftirfarandi er listinn yfir tolla, umfram lágmarkstollinn.
- Kína: 34%
- Evrópusambandið: 20%
- Suður Kórea: 25%
- Indland: 26%
- Víetnam: 46%
- Taívan: 32%
- Japan: 24%
- Taíland: 36%
- Sviss: 31%
- Indónesía: 32%
- Malasía: 24%
- Kambódía: 49%
- Bretland: 10%
- Suður Afríka: 30%
- Brasilía: 10%
- Banglades: 37%
- Singapúr: 10%
- Síle: 10%
- Ísrael: 17%
- Filippseyjar: 17%
- Ástralía: 10%
- Pakistan: 29%
- Srí Lanka: 44%
- Kólumbía: 10%
Auk þess verður lagður á 25% toll á allar erlendar bifreiðar sem fluttar verða til Bandaríkjanna.