Donald Trump hefur gagnrýnt Apple vegna ákvörðunar tæknirisans um að framleiða fleiri iPhone-síma á Indlandi til að komast hjá bandarískum tollum á vörur sem framleiddar eru í Kína.
Á vef FT segir að forsetinn hafi þrýst á tæknifyrirtækið að framleiða vörur sínar, þar á meðal iPhone-síma, í Bandaríkjunum.
Trump er nú í heimsókn í Mið-Austurlöndum en þar sagði forsetinn að hann hefði átt í smávægilegu vandamáli með Tim Cook, forstjóra Apple, eftir að hann staðfesti að meirihluti iPhone-síma verði framleiddur í indverskum verksmiðjum á næstunni.
Apple hyggst framleiða meira en 60 milljónir iPhone-síma á Indlandi fyrir lok næsta árs en Trump gefur lítið fyrir þau áform og segir að ríkisstjórn hans hafi komið mjög vel fram við Apple.