Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um að hann ætli að fresta álagningu tolla á flest lönd í 90 daga. Samhliða tilkynnti hann um að hann hyggist hækka tolla á innfluttar Kína enn meira eða upp í 125%. Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlinum Truth Social.

Hlutabréfamarkaðir hafa tekið stökk eftir að birtingu færslunnar. S&P 500 vísitalan hefur nú hækkað um 6% í dag‏.

„Út frá þeim skorti á virðingu sem Kína hefur sýnt heimsmarkaðnum, hef ég ákveðið að hækka bandaríska tolla á Kína í 125%, og tekur sú breyting gildi þegar í stað,“ skrifar Trump.

„Á einhverjum tímapunkti, vonandi í náinni framtíð, mun Kína átta sig á því að það er ekki lengur sjálfbært eða ásættanlegt að þeir komist upp með að svíkja Bandaríkin og önnur lönd.“

Trump segir að fleiri en 75 lönd hafi sett í samband við fulltrúa Bandaríkjanna og kallað eftir viðræðum um viðskipti, viðskiptahindranir, tolla, aðra þætti. Þessi lönd hafi ekki brugðist við með hótunum um refsiaðgerðir gegn Bandaríkjunum að hans sögn.

Bandaríkjaforsetinn segist einnig hafa heimilað að tollar á ýmis lönd verði lækkaðir niður í 10% yfir þetta 90 daga tímabil. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið það út að tollar á Mexíkó og Kanada lækki nú niður í 10%.