Donald Trump, for­seta­fram­bjóðandi Repúblikana­flokksins, telur rök­rétt að for­seti Banda­ríkjanna komi að vaxta­á­kvörðun seðla­bankans.

Ef svo yrði myndi það snúa við ára­tuga­langri hefð um sjálf­stæði seðla­bankans sem þarf oft að taka nauð­syn­legar á­kvarðanir sem eru ó­vin­sælar meðal stjórn­mála­manna, líkt og vaxta­hækkanir.

„Mér finnst að for­seti Banda­ríkjanna ætti að minnsta kosti að hafa eitt­hvað að segja um vaxta­á­kvarðanir, ég er sann­færður um það,“ sagði Trump á blaða­manna­fundi í gær en The Wall Street Journal greinir frá.

Þegar Trump var for­seti gagn­rýndi hann Jerome Powell seðla­banka­stjóra oft fyrir að hafa tekið að hans mati „rangar á­kvarðanir“ í em­bætti. Árið 2020 í­hugaði Trump að lækka Powell í tign og skipa nýjan seðla­banka­stjóra. Slík á­kvörðun hefði þó lík­legast farið á svig við lög.

Hag­fræðingum vestan­hafs hugnast hug­myndir for­setans fyrr­verandi illa þar sem stjórn­mála­mönnum vilja oft hafa lága vexti til að kaupa sér vinsældir slíkt gæti þó haft nei­kvæð á­hrif á verð­bólgu.

Seðla­bankinn hefur staðið vörð um sjálf­stæði sitt í meira en hálfa öld eftir að verð­bólgan á áttunda ára­tug síðustu aldar fór upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að Nixon tókst að sann­færa seðla­banka­stjóra Banda­ríkjanna um að halda vöxtum lágum í að­draganda for­seta­kosninganna árið 1972.