Freyja Healthcare, sem stofnað var árið 2017 af Jóni Ívari Einarssyni, prófessor í kvensjúkdómalækningum við læknadeild Harvard Háskóla, hefur tryggt sér rúmlega 8 milljóna dala fjármögnun sem samsvarar 1,1 milljarði króna.

Félagið hefur þegar fengið samþykktar sautján einkaleyfisumsóknir, er að þróa fjögur lækningatæki og er eitt þeirra komið með markaðsleyfi frá FDA í Bandaríkjunum. Tækið sem um ræðir heitir Veresee og er 2mm nál með myndavél og ljósi á endanum sem er ætlað að bæta verulega öryggi kviðsjáraðgerða en getur einnig nýst í öðrum aðgerðum, t.d. í speglunum í brjóstholi eða í liðspeglunum.

„Helmingur allra dauðsfalla í kviðsjáraðgerðum á sér stað í fyrstu stungu, sem er í raun blind stunga eins og staðan er í dag. Veresee veitir sjón frá fyrstu stungu í aðgerðinni og minnkar líkurnar á alvarlegum áverkum,“ segir Jón Ívar.

Stefnt er að sölu á Veresee í Bandaríkjunum á næsta ári og mun fjármagn úr þessari fjármögnunarlotu verða notað í framleiðslu, sölu og markaðssetningu Veresee, en einnig til að halda áfram með þróun annarra tækja Freyju Healthcare.

Freyja Healthcare, sem stofnað var árið 2017 af Jóni Ívari Einarssyni, prófessor í kvensjúkdómalækningum við læknadeild Harvard Háskóla, hefur tryggt sér rúmlega 8 milljóna dala fjármögnun sem samsvarar 1,1 milljarði króna.

Félagið hefur þegar fengið samþykktar sautján einkaleyfisumsóknir, er að þróa fjögur lækningatæki og er eitt þeirra komið með markaðsleyfi frá FDA í Bandaríkjunum. Tækið sem um ræðir heitir Veresee og er 2mm nál með myndavél og ljósi á endanum sem er ætlað að bæta verulega öryggi kviðsjáraðgerða en getur einnig nýst í öðrum aðgerðum, t.d. í speglunum í brjóstholi eða í liðspeglunum.

„Helmingur allra dauðsfalla í kviðsjáraðgerðum á sér stað í fyrstu stungu, sem er í raun blind stunga eins og staðan er í dag. Veresee veitir sjón frá fyrstu stungu í aðgerðinni og minnkar líkurnar á alvarlegum áverkum,“ segir Jón Ívar.

Stefnt er að sölu á Veresee í Bandaríkjunum á næsta ári og mun fjármagn úr þessari fjármögnunarlotu verða notað í framleiðslu, sölu og markaðssetningu Veresee, en einnig til að halda áfram með þróun annarra tækja Freyju Healthcare.

„Við erum að þróa þrjú önnur tæki [til viðbótar við Veresee] sem eru komin nokkuð langt á veg. Við munum senda umsókn til FDA síðar á árinu vegna eins þessara tækja, og áætlum að öll fjögur tækin verði komin á markað árið 2027. Meginþema tækjanna er að þau bæta öll öryggi og minnka líkur á að alvarleg atvik eigi sér stað, miðað við þau tæki sem eru nú þegar á markaði. Eitt tækjanna er ætlað til að skima fyrir legslímuflakki og eggjastokkakrabbameini, en í dag er ekki til nein slík lausn. Annað tæki sem er í þróun er ætlað að meðhöndla áreynsluþvagleika kvenna á öruggari hátt en eldri tækni gerir. Öll tækin eru þróuð út frá minni reynslu sem kvensjúkdómalæknir þar sem ég þekki vel hvar þarfirnar eru klínískt,“ bætir Jón Ívar við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.