Félag grínistans Ara Eldjárn, Þolmynd slf., hagnaðist um 56 milljónir króna árið 2022 og námu launagreiðslur 20 milljónum samkvæmt áætlun Viðskiptablaðsins á afkomu samlags- og sameignarfélaga á síðasta ári.

Skráð starfsemi félagsins er listsköpun en félagið er efst á lista yfir mestan hagnað samlags- og sameignarfélaga á sviði lista og fjölmiðlunar árið 2022 samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins.

Félag grínistans Ara Eldjárn, Þolmynd slf., hagnaðist um 56 milljónir króna árið 2022 og námu launagreiðslur 20 milljónum samkvæmt áætlun Viðskiptablaðsins á afkomu samlags- og sameignarfélaga á síðasta ári.

Skráð starfsemi félagsins er listsköpun en félagið er efst á lista yfir mestan hagnað samlags- og sameignarfélaga á sviði lista og fjölmiðlunar árið 2022 samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins.

Félagið Dirrindí, sem er í eigu hjónanna Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara og Höllu Oddnýjar Magnúsdóttur, listræns stjórnanda hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, var í öðru sæti en hagnaður félagsins nam 37 milljónum króna og launagreiðslur átta milljónum. Skráð starfsemi félagsins er hljóðupptaka og tónlistarútgáfa.

Bjarthöfði, félag grínistans Sólmundar Hólm, kom síðan skammt á eftir en hagnaður nam sömuleiðis 37 milljónum og launagreiðslur sex milljónum. Skráð starfsemi félagsins er sviðslistir.

Önnur félög á listanum eru í eigu lista- og fjölmiðlamanna á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson, Friðrik Dór og Jón Jónsson, Anítu Briem, Steinda Jr., Auðun Blöndal og Bríet, svo fátt eitt sé nefnt.

Úttekt Viðskiptablaðsins nær í heild til 400 afkomuhæstu samlags- og sameignarfélaganna í fyrra, byggt á álögðum tekjuskatti og tryggingagjaldi samkvæmt álagningarskrá lögaðila sem Skatturinn birti í síðustu viku.

Taka skal fram að í úttekt Viðskiptablaðsins er ekki tekið tillit til yfirfæranlegs taps frá fyrri árum – sem draga má frá skattstofni – né lægra skatthlutfalli tekna af arðgreiðslum, enda liggja upplýsingar um slíkt ekki fyrir.

Úttektin sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag nær til 400 félaga í níu flokkum. Áskrifendur geta nálgast listana í heild hér.