Þúsundir Serba mótmæltu áformum Rio Tinto um vinnslu á litíni í Jadar-dalnum í landinu. Litín er mikilvægur málmur sem er meðal annars notaður í rafbíla og segja mótmælendur að vinnslan myndi spilla umhverfi dalsins.
Leyfi fyrir verkefninu var afturkallað árið 2022 vegna mikilla mótmæla en verkefnið hófst að nýju í síðasta mánuði eftir að ríkisstjórninni snerist hugur.
Þúsundir Serba mótmæltu áformum Rio Tinto um vinnslu á litíni í Jadar-dalnum í landinu. Litín er mikilvægur málmur sem er meðal annars notaður í rafbíla og segja mótmælendur að vinnslan myndi spilla umhverfi dalsins.
Leyfi fyrir verkefninu var afturkallað árið 2022 vegna mikilla mótmæla en verkefnið hófst að nýju í síðasta mánuði eftir að ríkisstjórninni snerist hugur.
Mótmælendur komu saman í höfuðborginni Belgrad um helgina og sungu „Út úr Serbíu með Rio Tinto“ og héldu á borðum sem á stóðu „Við munum ekki gefa Serbíu frá okkur“. Innanríkisráðuneyti Serbíu segir að á milli 24 og 27 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum.
Umhverfisverndarsinnar tóku einnig yfir tvær helstu járnbrautarstöðvar borgarinnar og lágu eða sátu á teinunum.
Biljana Djordjevic úr flokki vinstri grænna í Serbíu segir að mótmælendur óttist að verið sé að fórna Serbíu fyrir rafbíla sem nánast enginn þar í landi hefur efni á.