Út­gerðar­fé­lagið Ís­fé­lagið, sem fór á markað í morgun, hefur birt tuttugu stærstu hlut­hafa fé­lagsins að loknu hluta­fjár­út­boði sem lauk 1. desember

Boðnir voru til sölu 118.923.851 þegar út­gefnir hlutir í fé­laginu, sem jafn­gildir 14,53% af heildar­hluta­fé fé­lagsins.

Um 6.500 á­skriftir að and­virði 58 milljarða króna bárust fé­laginu, sem sam­svarar rétt tæp­lega fjór­faldri eftir­spurn. Rúm­lega fimm­föld eftir­spurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í á­skriftar­bók A og rúm­lega þre­föld eftir­spurn var í á­skriftar­bók B.

Heildar­fjöldi seldra hluta í út­boðinu nam alls 118.923.851 og heildar­sölu­and­virði þeirra tæp­lega 18 milljörðum króna. Seldir voru 39.667.919 eigin hlutir. Úti­standandi hlutir Ís­fé­lags í kjöl­far út­boðs nema 818.612.313 hlutum.

Við­skipti með bréf fé­lagsins hófust í morgun en veltan fór yfir milljarð um tíu­leytið.

Lífeyrissjóðir meðal stærstu hluthafa

ÍV fjárfestingafélag ehf., sem er í Fram ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu er stærsti hluthafi Ísfélagsins með 49,1%.

Í skráningarlýsingu Ísfélagsins kom fram að Guðbjörg ætti rúmlega 11 prósenta hlut í Fram ehf. en synir hennar fjórir rúmlega 22% hlut hver.

Marteinn Harladsson ehf., sem er meðal annars í eigu Ólafs H. Marteinssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Ísfélagsins, er næst stærsti hluthafinn.

Lífeyrissjóður Verzlunarmanna, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Stapi lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn bætast allir við á lista yfir tuttugu stærstu.

LIVE keypti mest allra lífeyrissjóða og fer með 2,8% eignarhlut í félaginu og er þá fimmti stærsti hluthafi félagsins.

Anna ehf., sem er í eigu Guðrúnar Rannveigar Jóhannsdóttur og Þórarins Sigurðarsonar, er sjötti stærsti hluthafi félagsins.