Ís­lenska málm­leitarfélagið Amaroq til­kynkti í morgun niður­stöður úr til­rauna­borunum og sýnatökum í Eag­le’s Nest, sem er innan Ano­ritooq-rannsóknar­leyfisins í Nanortalik-gull­beltinu, í um 30 kíló­metra fjar­lægð frá Nalunaq-gullnámunni.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu stað­festa niður­stöðurnar sviptingu tveggja gull­berandi kvarsæða en rannsóknirnar eru hluti af áætlun Amaroq um að þróa eignir í námunda við Nalunaq til að nýta inn­viði og styðja við vinnslu­stöð svæðisins.

„Þessar ánægju­legu niður­stöður úr Eag­le’s Nest renna stoðum undir að­ferðafræði okkar við rannsóknir á Nanortalik-gull­beltinu. Upp­götvun á tveimur gullæðum með háum styrk­leika gulls, ásamt jarðfræði­legum líkindum við Nalunaq-námuna, gerir Eag­le’s Nest að mikilvægu verk­efni í eigna­safni okkar. Við munum nú nýta þessar niður­stöður til að skil­greina enn betur að­ferðafræði okkar við að þróa frekari auðlindir til að byggja undir starf­semi okkar í Suður-Græn­landi,” segir James Gil­bert­son, yfir­maður rannsókna hjá Amaroq.

Sam­kvæmt málm­leitarfélaginu sýndu sýnatökur styrk­leika gulls upp í allt að 54,5 grömm á tonn í kvarsæðum.

„Tvær kvarsæðar voru greindar með sam­tals þykkt á bilinu 10-15 metra og halla undan um 105 metra. Talið er að sýnatökur fyrri ára, sem gáfu fjölda sýna með yfir 10 g/t af gulli, megi rekja til þessara æða,” segir í til­kynningu félagsins.

Sam­kvæmt Amaroq sýna fyrstu niður­stöður efna­greiningar að um svipaðar berg­myndanir er að ræða í og í Nalunaq-námunni en Eag­le’s Nest er eitt af níu rannsóknar­verk­efnum sem Amaroq hefur kort­lagt innan Nanortalik-gull­beltisins, í grennd við Nalunaq.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í gær er hluta­bréfa­verð félagsins í hæstu hæðum um þessar mundir eftir að gull­fram­leiðsla hófst í Nalunaq-námunni.

Um miðjan nóvember­mánuð greindi Amaroq frá því að félagið hefði gert sölu­samning við Aura­met International en í samningnum skuld­bindur Aura­met sig til að kaupa allt gull sem félagið fram­leiðir í Nalunaq-gullnámunni í Suður-Græn­landi.

Sam­hliða því var til­kynnt að Amaroq hefði náð samningum við Meta­l­or Technologies SA, um að full­vinna gull­stangir félagsins en Meta­l­or sér­hæfir sig í mati og vinnslu góðmálma í vinnslu­stöð sinni sem stað­sett er í Zurich, Sviss.

Tæp­lega tveimur vikum síðar steypti félagið sinn fyrsta gull­mola en Amaroq fram­leiddi um 1,2 kílógramm af gulli (39 troy-únsur) úr Nalunaq-námunni.

Félagið stefnir á að auka fram­leiðslu upp í stöðug, full af­köst á 4. árs­fjórðungi 2025, þar sem unnin verða 260-300 tonn á dag af efni með áætluðum 12-16 g/t af gull­styrk­leika.