Feras Antoon, forstjóri MindGeek, og David Tassillo, rekstrarstjóri, hættu störfum hjá fyrirtækinu eftir meira en áratug í starfi. Þeir verða þó áfram hluthafar í fyrirtækinu. MindGeek rekur vinsælu efnisveituna Pornhub.Financial Times greinir frá.
Brotthvarf Antoon og Tassillo má rekja til röð uppgötvanna og rannsókna um að efnisveitan sýndi erótísk myndbönd af einstaklingum undir lögaldri og án samþykkis. Í kjölfarið, árið 2020, lokuðu Mastercard og Visa á greiðsluleiðir á Pornhub. Síðan þá hafa tekjur félagsins dregist verulega saman og heimsóknir á efnisveituna minnkað um þriðjung.
Þá jafnframt hafa verið mikil erfiðleikar á milli tvímenninganna og aðaleiganda félagsins, Bernd Bergmair, en hann er sagður vera að safna fjármagni til að kaupa þá úr félaginu.