Tveir nýir rafbílar af gerðinni Mercedes EQE SUV 350 bætast í bílaflota ráðherranna í haust. Hvor bíll kostar rétt tæpar 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýjasta bílablaði Viðskiptablaðins, Bílar, sem kemur út á morgun.

Áskrifendur geta lesið blaðið kl. 19.30 í kvöld.

Drægni EQE er um 550 km en algengasti ráðherrabíllinn í dag, Audi e-tron 55, dregur um 400 km.

Nýju EQE bílarnir eru nokkuð dýrari en ef núverandi ráðherrabílar en allir núverandi ráðherrabílar, sem eru 12 talsins, kostuðu undir 10 milljónum.

Hafa verður í huga að nýjasti ráðherrabíllinn er frá 2021 og verðlag hækkað töluvert síðan. Mercedes EQE SUV er svipaður að stærð og núverandi ráðherrabílar.

Einnig eru nýju bílarnir betur búnir, meðal annars með forgangsljósum

Saga bíla forsætisráðherranna

Í blaðinu er fjallað um núverandi ráðherrabíla og næstum alla bíla forsætisráðherra síðustu 50 árin. Einnig er fjallað um ráðherrabíla sem voru áberandi í fjölmiðlum á sínum tíma.

Í dag ekur forsætisráðherra um á Audi e-tron 55. Hún ók í skamma hríð um á Mercedes-Benz EQC en hóf forsætisráðherraferilinn um borð í flaggskipi þýska bílaframleiðandans Mercedes Benz.

Katrín Jakobsdóttir var um tíma á flaggskipinu Mercedes-Benz S-Class.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Audi e-tron 55 er núverandi ráðherrabíll forsætisráðherra.
© vb.is (vb.is)

Bílar, sérblað Viðskiptablaðsins, kemur út á morgun, föstudaginn 26. maí. Meðal efnis í blaðinu er:

  • Porsche Cayenne prófaður í austurrísku Ölpunum
  • BYD rafbílarnir prófaðirí Barselóna
  • Draumabíll Ósk Heiðar Sveinsdóttur
  • Reynsluakstur ánýjum Lexus RX
  • Reynsluakstur á nýjum Nissan X-Trail
  • Reynsluakstur á Citroën ë-C4 X /
  • Nýr smart #1 tekinn í reynsluakstur
  • Ítalski sjarmörinn Fiat 500 prófaður
  • Saga bíla forsætisráðherra frá 1974 rakin, fjallað um núverandi ráðherrrabíla sem og umtalaða ráðherrabíla