Það sem af er ári hafa aðeins tvö félög á aðal­markaði hækkað um meira en 50% á árinu en það eru fast­eignafélögin Kaldalón og Heimar.

Gengi Heima leiðir hækkanir á árinu er hluta­bréfa­verð félagsins hefur hækkað um 60% á árinu. Dagsloka­gengi Heima var 38,4 krónur eftir um 2% hækkun í 81 milljóna veltu í dag.

Hluta­bréfa­verð Kaldalóns hefur hækkað um rúm 53% og var dagsloka­gengi félagsins 26,9 krónur eftir um 1% í dag.

Play leiðir lækkanir

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 hækkaði um 1,3% í við­skiptum dagsins og hefur gengi vísitölunnar nú hækkað um 17,5% á árinu. Dagslokagengi vísitölunnar var 2.888 stig.

Hluta­bréfa­verð fast­eignafélagsins Eikar hækkaði um tæp 4% í tæp­lega 90 milljón króna veltu.

Hluta­bréf fast­eignafélagsins Reita hækkuðu um tæp 3% í 234 milljón króna veltu á meðan gengi Skaga hækkaði um 2%.

Gengi Play fór niður um rúm 3% í ör­við­skiptum og var dagsloka­gengi flug­félagsins 0,99 krónur. Hluta­bréfa­verð Play leiðir jafn­framt lækkanir á árinu er gengi félagsins hefur lækkað um rúm 87% frá árs­byrjun.