Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Carbon Recycling International (CRI), segir tvö af mikilvægustu skrefum í sögu félagsins hafa verið stigin á síðustu tólf mánuðum. Það síðara sé 4 milljarða króna fjármögnun sem tilkynnt var í byrjun vikunnar, en það fyrra var stigið á síðasta ári.

„Fyrsta verksmiðja af þeirri stærð sem telst fullvaxta og keyrir á tækni CRI var gangsett í október í fyrra. Hún er staðsett í Anyang í Henan-héraði í Kína. Verksmiðjan getur endurnýtt um 160 þúsund tonn koltvísýrings á ári úr útblæstri og árleg framleiðslugeta hennar er um 110 þúsund tonn af metanóli,“ útskýrir hún. Til samanburðar er metanólverksmiðja CRI sem starfrækt var hér á landi, í Svartsengi í Grindavík, 25 sinnum smærri en verksmiðjan í Anyang. „Í haust munum við svo gangsetja aðra svipað stóra verksmiðju í Kína.“

Helsta ástæðan fyrir því að stærstu verkefni CRI hafi hingað til verið í Kína séu markaðsaðstæður. „Í Kína má finna mikið af koltvísýringi úr iðnaði og afgangsvetni sem ekki er verið að nýta. Tæknilausnin okkar nýtir þessa strauma til þess að búa til metanól og hentar því einstaklega vel. Þá er Kína mikil framleiðsluþjóð sem notar um 60% af metanóli sem framleitt er í heiminum. Það er því bæði stór markaður fyrir endavöruna sem og tækifæri til að framleiða metanól á hagkvæman hátt, með lágu kolefnisspori.“

Þá hafi yfirvöld í Kína sett mjög ströng viðmið fyrir fyrirtæki sem starfa í iðnaði sem veldur miklum útblæstri. „Sum fyrirtæki hafa því staðið frammi fyrir þeim afarkostum að finna leiðir til að minnka kolefnisspor sitt eða hreinlega að minnka framleiðslu sína. Það voru því margir samverkandi þættir sem leiddu til þess að stærsta viðskiptatækifæri CRI opnaðist fyrst á kínverskri grundu.“

Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Carbon Recycling International (CRI), segir tvö af mikilvægustu skrefum í sögu félagsins hafa verið stigin á síðustu tólf mánuðum. Það síðara sé 4 milljarða króna fjármögnun sem tilkynnt var í byrjun vikunnar, en það fyrra var stigið á síðasta ári.

„Fyrsta verksmiðja af þeirri stærð sem telst fullvaxta og keyrir á tækni CRI var gangsett í október í fyrra. Hún er staðsett í Anyang í Henan-héraði í Kína. Verksmiðjan getur endurnýtt um 160 þúsund tonn koltvísýrings á ári úr útblæstri og árleg framleiðslugeta hennar er um 110 þúsund tonn af metanóli,“ útskýrir hún. Til samanburðar er metanólverksmiðja CRI sem starfrækt var hér á landi, í Svartsengi í Grindavík, 25 sinnum smærri en verksmiðjan í Anyang. „Í haust munum við svo gangsetja aðra svipað stóra verksmiðju í Kína.“

Helsta ástæðan fyrir því að stærstu verkefni CRI hafi hingað til verið í Kína séu markaðsaðstæður. „Í Kína má finna mikið af koltvísýringi úr iðnaði og afgangsvetni sem ekki er verið að nýta. Tæknilausnin okkar nýtir þessa strauma til þess að búa til metanól og hentar því einstaklega vel. Þá er Kína mikil framleiðsluþjóð sem notar um 60% af metanóli sem framleitt er í heiminum. Það er því bæði stór markaður fyrir endavöruna sem og tækifæri til að framleiða metanól á hagkvæman hátt, með lágu kolefnisspori.“

Þá hafi yfirvöld í Kína sett mjög ströng viðmið fyrir fyrirtæki sem starfa í iðnaði sem veldur miklum útblæstri. „Sum fyrirtæki hafa því staðið frammi fyrir þeim afarkostum að finna leiðir til að minnka kolefnisspor sitt eða hreinlega að minnka framleiðslu sína. Það voru því margir samverkandi þættir sem leiddu til þess að stærsta viðskiptatækifæri CRI opnaðist fyrst á kínverskri grundu.“

Markaðurinn þróast hratt

Frá því að CRI hafi farið af stað í þessi stóru verkefni í Kína hafi græni metanólmarkaðurinn á heimsvísu þróast mun hraðar en fyrirtækið hafi gert ráð fyrir. „Þá sérstaklega markaðurinn fyrir rafmetanól sem er framleitt úr grænu vetni. Í dag eru tækifærin okkar víða um heim. Það má segja að regluverk sem innleitt hefur verið í lög meðal annars í Evrópu og Bandaríkjunum, og miðar að því að draga úr útblæstri, hafi orðið til þess að eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu hefur tekið verulegan kipp,“ segir Björk.

Að auki hafi ókyrrð á heimsvísu, þá sérstaklega innrás Rússa inn í Úkraínu, orðið til þess að lönd séu farin að huga að og leggja mikla áherslu á orkuöryggi. „Þannig sjá lönd tækifæri til að auka orkuöryggi sitt með því að hefja vistvæna metanólframleiðslu.“

Björk segir að í dag séu um 100 milljón tonn af metanóli framleidd á ári á heimsvísu en samkvæmt spá International Renewable Energy Agency (IRENA) sé reiknað með að framleiðslan verði komin upp í 500 milljón tonn á ári árið 2050. „Reiknað er með að þessi 400 milljóna tonna aukning verði að mestu grænt-metanól með lágu kolefnisspori. Það er því talið að vistvænt metanól, eins og það sem við framleiðum, muni keyra eftirspurnina áfram. Þetta skapar verulega stórt tækifæri fyrir okkur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild sinni hér.