Capi­tal One er að vinna að yfir­töku á Discover Financial Services en um er að ræða tvö stærstu kredit­korta­fyrir­tæki Banda­ríkjanna.

Sam­kvæmt heimildum The Wall Street Journaler von á til­kynningu frá fyrir­tækjunum síðar í dag en kaup­verðið er sagt vera um 28 milljarðar Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 3.862 milljörðum ís­lenskra króna.

Capi­tal One mun greiða fyrir DFS að fullu með hluta­bréfum í sam­einaða fé­laginu.

Kredit­korta­fyrir­tæki í Banda­ríkjunum hafa átt góðu gengi að fagna síðustu daga en neyt­endur eru að nota seðla í mun minna magni en áður sam­hliða því að kredit­korta­skuldir Banda­ríkjanna hafa verið að aukast.

Sam­kvæmt WSJ yrði markaðs­virði hins sam­einaða fé­lags um 52 milljarðar Banda­ríkja­dala.