Bílaleiga Kynnisferða, dótturfélag Reykjavík Excursions, hagnaðist um 574 milljónir árið 2022 en árið áður nam hagnaður 318 milljónum.
Velta félagsins tvöfaldaðist milli ára og nam 2.230 milljónum í fyrra. Eigið fé í lok árs var 920 milljónir og eiginfjárhlutfall 33%. Í skýrslu stjórnar í ársreikningi kemur fram að spá um fjölda ferðamanna hafi gengið eftir árið 2022 og að rekstur félagsins það sem af er árinu 2023 gangi vel.
Ófeigur Friðriksson var ráðinn framkvæmdastjóri Bílaleigu Kynnisferða í maí en stjórnin leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð 520 m.kr. á árinu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði