Tekjur flug­fé­lagsins Play námu 282 milljónum Banda­ríkja­dala í fyrra og tvö­földuðust þannig á milli ára en þær voru um 140 milljónir dala árið 2022.

Rekstrar­niður­staða fyrir fjár­magns­liði og skatta (EBIT) batnaði einnig um­tals­vert á milli ára en rekstrar­tap ársins 2022 nam 21 milljón banda­ríkja­dala eða um 2,9 milljarðar króna en fé­lagið tapaði 6 milljörðum árið 2022.

Flugfélagið tapaði í heild 35,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu sem samsvarar 4,8 milljörðum króna á gengi dagsins.

Tekjur flug­fé­lagsins Play námu 282 milljónum Banda­ríkja­dala í fyrra og tvö­földuðust þannig á milli ára en þær voru um 140 milljónir dala árið 2022.

Rekstrar­niður­staða fyrir fjár­magns­liði og skatta (EBIT) batnaði einnig um­tals­vert á milli ára en rekstrar­tap ársins 2022 nam 21 milljón banda­ríkja­dala eða um 2,9 milljarðar króna en fé­lagið tapaði 6 milljörðum árið 2022.

Flugfélagið tapaði í heild 35,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu sem samsvarar 4,8 milljörðum króna á gengi dagsins.

Tekist vel til að auka tekjurnar

Í við­tali við Við­skipta­blaðið í októ­ber, sagði Birgir Jóns­son for­stjóri Play að fé­lagið ætlaði að ein­blína á að draga úr örum vexti og „herða skrúfurnar og há­marka tekjurnar.“

Árið 2024 verður fyrsta árið í rekstri PLAY þar sem ekki verður bætt við nýjum flug­vélum.

Fé­laginu hefur tekist vel til að auka tekjurnar en hliðar­tekjur fé­lagsins á hvern far­þega jukust um 55% á fjórða árs­fjórðungi. saman­borið við fjórða árs­fjórðung 2022.

Hliðar­tekjur Play af hverjum far­þega námu 54 Banda­ríkja­dölum á fjórðungnum sem var hækkun úr 42 dölum árið áður.

Heildar­tekjur á fjórða árs­fjórðungi voru 65,7 milljónir banda­ríkja­dollara, saman­borið við 37,9 milljónir banda­ríkja­dollara á fjórða árs­fjórðungi 2022.

„Árið 2023 var að mörgu leyti gott ár fyrir flug­fé­lagið PLAY og við sýndum enn á ný fram á seigluna og sveigjan­leikann sem býr í við­skipta­módeli fé­lagsins sem og starfs­fólki þess. Við skiluðum góðri fjár­hags­niður­stöðu eftir sumar­ver­tíðina og vorum í fyrsta sinn með hreinan hagnað á þriðja árs­fjórðungi, þrátt fyrir að hafa verið í miklum upp­byggingarfasa þar sem við bættum við okkur hundruð starfs­manna, þrettán nýjum á­fanga­stöðum og fjórum nýjum far­þega­þotum,” segir Birgir Jóns­son for­stjóri Play.

Play hefur verið í örum vexti en fram­boð sætiskíló­metra (ASK) jókst um 89% á milli ára. Floti Play taldi tíu far­þega­þotur í lok árs 2023, saman­borið við sex þotur í lok árs 2022.

Hand­bært fé við árs­lok 2023 var 21,6 milljónir banda­ríkja­dollara að með­töldum 9 milljónum banda­ríkja­dollara í bundnum inni­stæðum.

„Við lok sumar­ver­tíðarinnar leit út fyrir að við myndum ljúka árinu með á­sættan­legri fjár­hags­niður­stöðu, en eins og stundum vill verða í flug­bransanum, þá höfðu ytri á­hrifa­þættir nei­kvæð á­hrif á reksturinn, og við árs­lok var niður­staðan sumpart lakari en búist hafði verið við. Þessar á­skoranir gerðu vart við sig síð­sumars með land­fræði­pólitískum og jarð­fræði­legum breytum á borð við mikla hækkun olíu­verðs, kostnaðar­auka vegna verð­bólgu og átök í Mið­austur­löndum. Á fjórða árs­fjórðungi gerðu jarð­hræringar á Reykja­nes­skaga vart við sig og þeim fylgdi ó­ná­kvæmur frétta­flutningur á heims­vísu sem hafði nei­kvæð á­hrif á eftir­spurn til skamms tíma eftir Ís­landi sem á­fanga­stað fyrir ferða­menn. Reksturinn varð einnig fyrir röskun þegar Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra boðaði til verk­falla þar sem flug­um­ferðar­stjórar lögðu niður störf í nokkrum verk­falls­hrinum á að­ventunni. Það var því sér­stak­lega gott að sjá nokkrar af bestu sölu­vikum fé­lagsins nú í upp­hafi árs. Bókunar­staðan er sterk fyrir árið og við sjáum hærri eininga­tekjur saman­borið við árið í fyrra, sem gefur okkur á­stæðu til að vera bjart­sýn fyrir sumarið og árið í heild,” segir Birgir.

Að sögn Birgis er sala hafinn á fjórða sumrinu hjá Play og sér fé­lagið skýr merki um að við­skipta­módelið sé að virka sem skyldi.

„Þegar litið er fram á við sjáum við skýr og spennandi tæki­færi til frekari vaxtar. Við erum einnig með til skoðunar að þróa flota okkar frekar, því það skiptir máli að vanda vel til verka við val á réttum far­þega­þotum og sam­setningu flotans til að þjóna sem best okkar á­fanga­stöðum sem hafa mis­munandi þarfir eftir árs­tíðum og ár­ferði,” segir hann enn fremur í upp­gjörinu.

Hann er stoltur af árangri fé­lagsins á árinu en viður­kennir að hann hefði viljað sjá minna um­rót á síðustu mánuðum ársins og betri fjár­hags­niður­stöðu.

„Ég er hins vegar hand­viss um að við erum á réttri leið og hlakka til að fylgjast á­fram með sam­starfs­fólki mínu byggja upp frá­bært flug­fé­lag á komandi ári.“