Árið 2018 ákváðu nokkrir Íslendingar að kaupa sjávarlíftækniverksmiðju í Noregi og við það varð fyrirtækið Unbroken til. Hugmyndin snerist fyrst og fremst um að hjálpa sjúklingum sem áttu erfitt með að melta prótein.

Þegar líkaminn er undir álagi á hann erfitt með meltingu en Unbroken leysti þetta vandamál þar sem prótein fyrirtækisins er þegar niðurbrotið. Próteinið kemur í formi freyðitaflna sem fást með ýmsum bragðtegundum.

Guðmundur Kristjánsson í Brimi á tæplega 40% hlut í Unbroken í gegnum nokkur félög. Þórður Hermann Kolbeinsson og Jón Rúnar Halldórsson eiga 20% hlut hvor og Steinar Trausti Kristjánsson og Danielle Pamela Neben eiga 10% hlut hvor.

Steinar Trausti, einn af stofnendum Unbroken, segir að vörumerkið hafi verið hannað og sett á markað í lok árs 2019. Varan hafi síðan verið markaðssett sem öflug og hágæða næring fyrir íþróttafólk en hún átti einnig að stuðla að heilbrigðri öldrun og almennri vellíðan.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.