Samfélagsmiðilinn Twitter hefur höfðað mál gegn Elon Musk og farið fram á að hann virði samkomulagsins um 44 milljarða dala kaup hans á fyrirtækinu. Twitter lagði fram stefnuna fyrir dómstól í Delaware-ríki í Bandaríkjunum í gær.

Musk tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist hætta við kaupin. Hann hélt því fram að Twitter hefði brotið gegn skilmálum kaupsamnings með því að gefa ekki upp nægjanlegar upplýsingar um fjölda gervireikninga á samfélagsmiðlinum.

Í harðorðri stefnu sögðu lögfræðingar Twitter að kröfur Musk væru „yfirvarp og eigi ekki við rök að styðjast“.

Musk virðist trúa að hann – ólíkt öllum öðrum aðilum sem lúta samningalögum Delaware – sé frjálst að skipta um skoðun, gera lítið úr fyrirtækinu, koma ólagi á rekstur þess, draga úr virði hluthafa og hætta við.“

Lögsóknin innihélt myndir af fjölda tísta frá Musk þar sem hann virðist storka Twitter og stjórnendum þess, sem lögfræðingar fyrirtækisins segja að brjóti gegn samkomulagi um að lítillækka ekki fyrirtækið.