Hlutabréfaverð Twitter lækkaði um 6,7% skömmu eftir opnun Kauphallarinnar í dag eftir að Elon Must tilkynnti að hann væri að hætta við kaup á samfélagsmiðlinum. BBC greinir frá.

Elon Musk segir samningin ekki hafa gengið í gegn vegna þess að samfélagsmiðillinn veitti ekki gögn um fjölda ruslreikninga á miðlinum. En fyrirtækið hefur fullyrt að slíkir reikningar séu innan við 5% af heildarnotendum miðilsins en Musk taldi þá geta verið allt að 20% eða meira af notendum.

Í apríl á þessu ári gerði Musk og samfélagsmiðillinn með sér samkomulag um kaup viðskiptamannsins í félaginu. Kaupverðið nam 44 milljörðum dollara, sem jafngildir ríflega 6.050 milljörðum króna á gengi dagsins. Kaupverðið miðaði við 54,2 dollara á hlut en markaðsgengi félagins er nú 36,5% lægra og stendur í 34,4 dollurum á hlut.