Stellantis, fyrirtækið sem framleiðir bílanna Chrysler, hefur gert bráðabirgðasamning við verkalýðsfélagið United Auto Workers til að binda enda á verkfalli sem hefur staðið yfir í sex vikur.
Samningurinn kemur í kjölfar svipaðs samkomulags sem gert var á milli Ford og verkalýðsfélaga í síðustu viku.
United Auto Workers hóf verkfall hjá GM, Ford og Stellantis í september á þessu ári en það var í fyrsta skipti í sögu verkalýðsfélagsins þar sem verkfall á sér stað í öllum þremur verksmiðjum.
Samningur Stellantis og UAW mun sjá til þess að laun flestra starfsmanna hækki um 25% á næstu fjórum og hálfu ári. Verkalýðsfélagið segir einnig að lægst launuðu starfsmenn Stellantis myndu sjá laun þeirra hækka um 165% á samningstímabilinu.
Starfsmenn Stellantis munu snúa aftur til vinnu á meðan verið er að staðfesta samninginn. „Enn og aftur höfum við náð því sem fyrir örfáum vikum síðan var okkur sagt að væri ómögulegt,“ segir Shawn Fain, forseti UAW.