Kazuo Ueda, seðla­banka­stjóri Japans, sagði fyrir að al­þjóða­markaðir væru enn mjög ó­stöðugir er hann í­trekaði að bankinn muni ekki hika við að hækka vexti enn frekar ef þörf væri á.

Um­mæli Ueda koma í kjöl­far sex vikna af gríðar­legum sveiflum á mörkuðum í Japan sam­hliða því yenið veiktist sögu­lega mikið gagn­vart dal áður en það styrktist snögg­lega.

Hluta­bréf í Japan voru í sögu­legri hæð áður en þau hrundu á einum degi í byrjun ágúst en náðu sér síðan að nýju nokkrum dögum síðar.

Japanski Seðla­bankinn á­kvað í mars­mánuði að hætta vaxta­stefnu sinni eftir ára­tuga­langt tíma­bil af verð­hjöðnun.

Þar með lauk átta ára tíma­bili nei­kvæðra nafn­vaxta hjá bankanum en vextir voru síðan hækkaðir í lok júlí sem olli tölu­verðu upp­námi bæði í Japan og víðar.

Að sögn Ueda var það þó ekki vaxta­hækkun bankans sem olli sölu­þrýstingi á mörkuðum víða um heim í byrjun mánaðar heldur vill hann meina að á­hyggjur fjár­festa um mögu­legan efna­hags­sam­drátt í Banda­ríkjunum hafi spilað stærri þátt.

Stýri­vextir Japans eru í kringum 0,25%.