Kazuo Ueda, seðlabankastjóri Japans, sagði fyrir að alþjóðamarkaðir væru enn mjög óstöðugir er hann ítrekaði að bankinn muni ekki hika við að hækka vexti enn frekar ef þörf væri á.
Ummæli Ueda koma í kjölfar sex vikna af gríðarlegum sveiflum á mörkuðum í Japan samhliða því yenið veiktist sögulega mikið gagnvart dal áður en það styrktist snögglega.
Hlutabréf í Japan voru í sögulegri hæð áður en þau hrundu á einum degi í byrjun ágúst en náðu sér síðan að nýju nokkrum dögum síðar.
Kazuo Ueda, seðlabankastjóri Japans, sagði fyrir að alþjóðamarkaðir væru enn mjög óstöðugir er hann ítrekaði að bankinn muni ekki hika við að hækka vexti enn frekar ef þörf væri á.
Ummæli Ueda koma í kjölfar sex vikna af gríðarlegum sveiflum á mörkuðum í Japan samhliða því yenið veiktist sögulega mikið gagnvart dal áður en það styrktist snögglega.
Hlutabréf í Japan voru í sögulegri hæð áður en þau hrundu á einum degi í byrjun ágúst en náðu sér síðan að nýju nokkrum dögum síðar.
Japanski Seðlabankinn ákvað í marsmánuði að hætta vaxtastefnu sinni eftir áratugalangt tímabil af verðhjöðnun.
Þar með lauk átta ára tímabili neikvæðra nafnvaxta hjá bankanum en vextir voru síðan hækkaðir í lok júlí sem olli töluverðu uppnámi bæði í Japan og víðar.
Að sögn Ueda var það þó ekki vaxtahækkun bankans sem olli söluþrýstingi á mörkuðum víða um heim í byrjun mánaðar heldur vill hann meina að áhyggjur fjárfesta um mögulegan efnahagssamdrátt í Bandaríkjunum hafi spilað stærri þátt.
Stýrivextir Japans eru í kringum 0,25%.