Þýska félagið Springer Nature, sem gefur m.a. út vísindarannsóknir og fræðibækur, undirbýr nú skráningu á markað í Frankfurt.
Þýska félagið Springer Nature, sem gefur m.a. út vísindarannsóknir og fræðibækur, undirbýr nú skráningu á markað í Frankfurt.
Félagið greindi frá því í fréttatilkynningu að í fyrirhuguðu frumútboði, sem hefst 1. október og lýkur tveimur dögum síðar, yrði verðbilið 21-23,5 evrur á hlut. Fyrir vikið yrði markaðsvirði félagsins á bilinu 4,2-4,7 milljarðar evra, eða sem nemur um 640-715 milljörðum króna.
Stefnt er á að fyrsti viðskiptadagur með bréf félagsins í Kauphöllinni í Frankfurt verði föstudaginn 4. október nk.
Stjórnendur Springer verða seint sakaðir um seinagang en aðeins eru um tvær vikur síðan félagið svipti hulunni af áformum um skráningu á markað.