Hluta­bréfa­verð Icelandair hefur tekið kipp síðast­liðnar vikur en gengið hefur nú hækkað um 16% á einum mánuði.

Dagsloka­gengi flug­fé­lagsins var 1,03 krónur en gengi Icelandair hefur eytt stórum hluta ársins undir einni krónu.

Hluta­bréf flug­fé­lagsins hafa þó enn lækkað um 23% það sem af er ári og 29% síðast­liðið ár.

Hluta­bréfa­verð Icelandair hefur tekið kipp síðast­liðnar vikur en gengið hefur nú hækkað um 16% á einum mánuði.

Dagsloka­gengi flug­fé­lagsins var 1,03 krónur en gengi Icelandair hefur eytt stórum hluta ársins undir einni krónu.

Hluta­bréf flug­fé­lagsins hafa þó enn lækkað um 23% það sem af er ári og 29% síðast­liðið ár.

Við­skipta­blaðið ræddi við sér­fræðinga á mörkuðum eftir að gengi flug­fé­lagsins hækkaði um 6,5% á mánu­daginn og var það mat þeirra að megin­á­stæða hækkunarinnar hafi verið sú að fjár­festar væru að loka skort­stöðum.

Þegar skort­stöðu í fé­lagi er lokað þarf bankinn, sem mót­aðili við­skiptanna, að kaupa bréf til að loka stöðunni. Það leiðir alla jafna til hækkunar á verði hluta­bréfa en yfir 600 milljón króna velta var með bréf Icelandair á mánu­daginn.

Olíu­verð hefur þó einnig lækkað tals­vert að undan­förnu og haldist stöðugt þrátt fyrir mikinn óróa fyrir botni Mið­jarðar­hafs.

Al­menn bjart­sýni fyrir vetrinum, betri nýtinga­tölur sem gætu haft já­kvæð á­hrif á upp­gjör á þriðja árs­fjórðungi gæti einnig verið að spila inn í.

Gengi Amaroq tekur kipp

Hluta­bréfa­verð Amaroq hefur einnig verið á miklu skriði síðustu daga en gengið fór niður í 100 krónur um miðjan mánuð. Síðan þá hefur hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins hækkað um 17% og var dagsloka­gengið 117 krónur eftir um 415 milljón króna veltu í dag.

Gengi Reita leiddi lækkanir á aðal­markaði er hluta­bréf fast­eigna­fé­lagsins lækkuðu um tæp 2% í 515 milljón króna við­skiptum.

Reitir undir­rituðu í gær sam­komu­lag um kaup á iðnaðar­hús­næði við Vestur­vör 32b og tveim verslunar­rýmum að Hafnar­braut 13b og 15c í Kópa­vogi. Fast­eignirnar eru um 5.300 fer­metrar að stærð og hýsa rekstur átta leigu­taka.

Heildar­virði kaupanna er 2,3 milljarðar króna sem verður að fullu fjár­magnað með hand­bæru fé og láns­fé.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,49% og var heildar­velta á markaði um 6 milljarðar.