Hluta­bréfa­verð Ocu­lis hélt á­fram að hækka í Kaup­höllinni í dag er gengi líf­tækni­lyfja­fé­lagsins fór upp um 7% í milljarða króna við­skiptum.

Dagsloka­gengi Ocu­lis var 2000 krónur og hefur aldrei verið hærra.

Ocu­lis var stofnað af Einari Stefáns­syni, prófessor í augn­lækningum, og Þor­steini Lofts­syni, prófessor í lyfja­fræði, fyrir tuttugu árum. Tækni Ocu­lis byggir á nanó­ögnum, gerðum úr sýklódextrín-sam­eindum, sem nýttar eru til að auka leysan­leika augn­lyfja og gefa lengri virkni.

Fjárfestar virðast vera að binda vonir við jákvæðar niðurstöður frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) en forsvarsmenn Oculis funduðu með eftirlitinu í ágústmánuði vegna undirbúnings til umsóknar um markaðsleyfi á OCS-01.

Um er að ræða augn­dropa til með­ferðar við bólgu og verkjum eftir augn­að­gerðir en droparnir eru sagðir byltingar­kenndir og er Ocu­lis með einka­leyfi á fram­leiðslu þeirra til ársins 2040.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri Ocu­lis veitti fundurinn skýra leið að um­sókn um markaðs­leyfi á fyrsta árs­fjórðungi 2025.

Hall­dór Krist­manns­son, hlut­hafi í Ocu­lis, sem rekur ráð­gjafar­fyrir­tækið Aviva Communi­cation, skrifaði í morgun um fé­lagið þar sem hann sagði átta verð­möt er­lendra greiningar­aðila benda til þess að virði fé­lagsins væri um 2 til 3 sinnum meira en nú­verandi markaðs­virði.

Ef FDA veitir Ocu­lis síðan markaðs­leyfi á lyfjum sínum gjör­breytist staðan hins vegar.

„Ef OCS-01 og OCS-02 verða markaðs­sett í Banda­ríkjunum í þeim með­ferðar­flokkum sem stefnt er að, verður gengi hluta­bréfanna 42,5-62,5 Banda­ríkja­dalir á hlut,“ skrifar Hall­dór á Inn­herja.

Sam­svarar það um 5763 til 8475 krónum á hlut miðað við gengi dagsins.

Gengi Icelandair er ekki hærra síðan í febrúar

Hluta­bréfa­verð Play lækkaði um 5% í ör­við­skiptum eftir rúma 12% hækkun í gær. Heims­markaðs­verð á olíu hefur verið að hafa á­hrif á gengi flug­fé­laganna en við­snúningur varð á olíu­verði í morgun.

Verðið á Brent-hrá­olíu, sem er notuð í elds­neyti, hefur lækkað um rúm 4% í dag og stendur tunnan í 77,3 dölum.

Hluta­bréfa­verð Icelandair hækkaði um 2,5% í rúm­lega 300 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Icelandair var 1,2 krónur og hefur ekki verið hærra síðan í febrúar.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,16% og var heildarvelta 6,3 milljarðar.