Félagið Miðbaugur, sem er heild- og smásala með gleraugu, hagnaðist um 237 milljónir króna í fyrra samanborið við 129 milljónir árið 2020.

Félagið rekur Optical Studio, sem eru gleraugnaverslanir  í Smáralind, Hafnartorgi, Leifsstöð og Keflavík. Í skýrslu stjórnar segir að í fyrra hafi dregið úr áhrifum COVID á reksturinn og verslunin í Leifsstöð opnað aftur. Um síðustu áramót átti Kjartan B. Kristjánsson 76% í Miðbaugi og Hulda Guðný Kjartansdóttir 24%.

Lykiltölur / Miðbaugur

2021 2020
Sala 910 786
Eignir 469 291
Eigið fé 278 161
Afkoma 237 129
- í milljónum króna.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.