Sam­kvæmt Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun eru rúm­lega sex af hverjum tíu ný­byggingum sem aug­lýstar voru til sölu á fyrri helmingi ársins á höfuð­borgar­svæðinu ó­seldar

HMS tekur fram að margar ó­seldar ný­byggingar séu stað­settar mið­svæðis á höfuð­borgar­svæðinu en þar er að finna dýrustu ný­byggingarnar.

Sam­kvæmt Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun eru rúm­lega sex af hverjum tíu ný­byggingum sem aug­lýstar voru til sölu á fyrri helmingi ársins á höfuð­borgar­svæðinu ó­seldar

HMS tekur fram að margar ó­seldar ný­byggingar séu stað­settar mið­svæðis á höfuð­borgar­svæðinu en þar er að finna dýrustu ný­byggingarnar.

„Dýrustu ný­byggingarnar eru stað­settar á Sel­tjarnar­nesi og í mið­bæ Reykja­víkur eða í póst­númerum 101, 102 og 170 en þar er meðal­verð ný­bygginga í kringum 115 m.kr. Um 60 prósent seldra ný­bygginga hafa selst á aug­lýstu kaup­verði, 14 prósent yfir aug­lýstu kaup­verði og 26 prósent undir aug­lýstu kaup­verði,” segir í frétta­til­kynningu HMS.

Einungis 30 prósent af nýjum í­búðum sem aug­lýstar hafa verið til sölu á höfuð­borgar­svæðinu á fyrri helmingi ársins hafa selst. HMS vann upp­lýsingarnar úr fast­eigna­aug­lýsingum og kaup­skrá fast­eigna.

Á tíma­bilinu janúar til júlí var 1.911 ný­bygging aug­lýst til sölu, en þar af seldust 714 í­búðir. Á kortinu hér að neðan má sjá sölu­hlut­fall ný­bygginga eftir götu­heitum, en þar sést að í flestum til­vikum eru einungis 25 til 50 prósent í­búða seldar í hverri götu.

HMS hefur sett upp gagn­virkt kort af seldum og ó­seldum ný­byggingum á höfuð­borgar­svæðinu sem hægt er að nálgast hér.

Lægsta meðalverðið í Hafnarfirði

Sam­kvæmt út­reikningum stofunnar er meðal­verð seldra ný­bygginga 88 milljónir króna á sama tíma og meðal­verð aug­lýstra ný­bygginga er 93 milljónir. Einungis 15 prósent allra ný­bygginga eru seldar eða aug­lýstar undir 65 milljónum.

Í Hafnar­firði, eða póst­númerinu 221, eru flestar ný­byggingar aug­lýstar til sölu, eða um 496 talsins, þar sem 133 í­búðir hafa verið seldar.

Að meðal­tali er verð þessara í­búða 77 milljónir sem er eitt lægsta meðal­verðið á meðal póst­númera á höfuð­borgar­svæðinu. Ó­dýrustu ný­byggingarnar má finna í Grafar­holtinu þar sem meðal­verðið er 65 milljónir.

Um 60 prósent seldra ný­bygginga hafa selst á aug­lýstu kaup­verði, 14 prósent yfir aug­lýstu kaup­verði og 26 prósent undir aug­lýstu kaup­verði.