Samstæða Berjaya Hotels tapaði 583 milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem náði frá 1. júlí 2021 til 30. júní 2022.

Er það töluvert betri afkoma en á fyrri hluta ársins 2021 þegar tapið nam tæpum 2 milljörðum króna. Rekstrarári félagsins var breytt um mitt ár 2021, sem er ástæðan fyrir þessum samanburði.

Tekjur félagsins námu um 10 milljörðum króna á síðasta rekstrar ári en voru um 1,5 milljarðar á fyrri hluta ársins 2021.

Eigið fé var neikvætt sem nemur 734 milljónum 1. júlí í fyrra en um mitt ár 2021 var það neikvætt sem nemur tæpum 2 milljörðum.

Umsvif Berjaya Iceland Hotels

Félagið rekur um þessar mundir tvær innlendar hótelkeðjur: Berjaya Iceland Hotels (5 hótel) og Eddu hótel (3 hótel). Auk þess hefur félagið í sínum rekstri þrjú hótel í Reykjavík sem rekin eru í sérleyfissamningi við Hilton Worldwide, en þau eru Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavík og Reykjavík Konsúlat hótelið, en það síðastnefnda tilheyrir keðju er kallast Curio Collection by Hilton.

Einnig er Alda Hótel Reykjavík í rekstri félagsins. Heildarfjöldi hótela félagsins árið 2021-2022 er samtals tólf. Tvö landsbyggðarhótel bera einnig nafn Icelandair Hótela í sérleyfissamningi við félagið árið.

Lykiltölur / Berjaya Hotels

2022 (12M) 2021 (6M)
Tekjur 10.046 1.531
Eignir 32.495 29.708
Eigið fé -734 -1.985
Afkoma -583 -1.816
- milljónum króna