Síldar­vinnslan hagnaðist um 20,1 milljón dala, eða 2,8 milljarða króna á gengi dagsins í dag, á þriðja árs­fjórðungi, sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri út­gerðar­fé­lagsins sem birtist í dag.

Hagnaður fé­lagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur um 8,8 milljörðum ís­lenskra króna. Rekstrar­tekjur fé­lagsins á fyrstu níu mánuðum ársins námu 317,9 milljónum dala sem sam­svarar um 44,5 milljörðum króna á gengi dagsins.

Í upp­gjörinu segir að makríl­veiðin fór að mestu leyti fram innan lög­sögunnar og gekk vel. Veiðar á norsk-ís­lenskri síld gengu vel og var stutt að sækja. Þá gekk sala á upp­sjávar­af­urðum vel á fjórðungnum en það voru minni um­svif á bol­fisk­veiðum og -vinnslu vegna sumar­leyfa og kvóta­stöðu. Þá greinir fé­lagið frá því að margir út­gjalda­liðir hafa hækkað.

Eignir samstæðunnar um 150 milljarðar

Heildar­eignir sam­stæðunnar í lok tíma­bilsins voru 1,083 milljarðar Banda­ríkja­dala. Séu niður­stöður efna­hags­reiknings reiknaðar í ís­lenskum krónum á gengi krónunnar í lok tíma­bilsins námu eignir sam­stæðunnar 148,1 milljarði króna, skuldir 63,7 milljörðum og eigið fé 84,4 milljörðum.

Eigin­fjár­hlut­fall var 57,0% í lok tíma­bilsins. Í lok árs 2022 var eigin­fjár­hlut­fallið 55,2%.

„Rekstur sam­stæðunnar gekk vel á árs­fjórðungnum. Upp­sjávar­veiðar og vinnsla gengu vel en um­svif voru minni í bol­fisk­veiðum og vinnslu sökum sumar­leyfa og kvóta­stöðu. Skip fé­lagsins veiddu vel af makríl á fjórðungnum og fór veiðin að mestu fram í ís­lenskri lög­sögu. Líkt og undan­farin ár voru skip fé­lagsins í veiði­sam­starfi á makríl­ver­tíð sem hefur gefist vel. Makríl­veiðum lauk um miðjan ágúst og við tóku veiðar á norsk-ís­lenskri síld. Fram­leiðsla upp­sjávar­af­urða var tals­verð á tíma­bilinu. Heilt yfir hefur sala upp­sjávar­af­urða gengið vel, bæði á frosnum af­urðum og mjöl- og lýsisaf­urðum,” segir Gunn­þór Ingva­son for­stjóri í upp­gjörinu.

Fjárfestingarhreyfingar neikvæðar um 2,1 milljarð

Hand­bært fé frá rekstri nam 53,5 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 sem sam­svarar 7,5 milljörðum króna á gengi dagsins en var 57,2 milljónir dala fyrstu níu mánuðum ársins 2022.

Fjár­festinga­hreyfingar voru nei­kvæðar um 15,4 milljónir dala eða 2,1 milljörðum króna á gengi dagsins. Fjár­mögnunar­hreyfingar nei­kvæðar um 50,8 milljónir dala sem er um 7,1 milljarður.

„Sveiflur í ytra um­hverfi og á mörkuðum eru ekki nýjar af nálinni í okkar rekstri. Það er mikill styrkur fyrir Síldar­vinnsluna að hafa fjöl­breyttan rekstur sem gerir fé­lagið betur í stakk búið að mæta ó­væntum á­skorunum. Birgðir fé­lagsins eru bók­færðar á 89 m. USD og hafa aukist um 30 m. USD frá ára­mótum. Munar þar mestu um mikla fram­leiðslu loðnu­hrogna sem enn sitja í birgðum að hluta til.

Um miðjan septem­ber til­kynnti fé­lagið um lokun bol­fisk­vinnslunnar á Seyðis­firði. Rekstrar­um­hverfi bol­fisk­vinnslunnar hefur breyst hratt á undan­förnum árum. Fjöl­margir kostnaðar­liðir hafa hækkað um­tals­vert, öll fjár­mögnun er orðin dýrari og þorsk­heimildir hafa dregist saman. Sam­keppnis­hæfni og sveigjan­leiki eldri vinnslna sem ekki hafa fjár­fest í nýjustu tækni er enn minni við erfiðari markaðs­að­stæður.

Hlut­deildar­fé­lag Síldar­vinnslunnar, Arctic Fish, varð fyrir miklu tjóni á þriðja árs­fjórðungi þegar slátra þurfti tals­vert af laxi fé­lagsins vegna lúsafar­aldurs. Eins slapp lax úr einni af kvíum fé­lagsins í sumar þegar gat kom á kvína. Síldar­vinnslan á 34,2% hlut í Arctic Fish og er hlut­deild Síldar­vinnslunnar í af­komu Arctic Fish á fyrstu níu mánuðum ársins nei­kvæð um 5,3m. USD sem má rekja til þess tjóns sem fé­lagið varð fyrir af þessum sökum. Það er for­gangs­at­riði fé­lagsins að tryggja að slíkir at­burðir endur­taki sig ekki,“ segir Gunn­þór í upp­gjörinu.

Óvissa um endanlegt tjón í Grindavík

Í uppgjörinu er greint frá því að mikil óvissa sé vegna jarð­hræringa á Reykja­nesi en Síldarvinnslan hefur stöðvað tíma­bundið bol­fisk­vinnslu fé­lagsins í Grinda­vík.

„Starfs­mönnum hefur tekist að bjarga öllum verð­mætum sem bundin voru í birgðum og hluta lausa­fjár. Engar sjáan­legar skemmdir hafa komið í ljós á eignum fé­lagsins og enn sem komið er hefur ekki orðið vart við um­fangs­mikið tjón utan rekstrar­stöðvunar bol­fisk­vinnslunnar.

Mikil ó­vissa hefur ríkt hjá starfs­fólki Vísis eins og öllum í­búum Grinda­víkur frá því að jarð­hræringarnar hófust. Því hefur verið lögð á­hersla á að halda sam­skiptum við starfs­fólk og styðja það með upp­lýsinga­gjöf eins og frekast er kostur,“ segir Gunn­þór.

Ekki er út­séð hvert endan­legt tjón fé­lagsins verður vegna þessara at­burða enda ríkir enn ó­vissa með fram­vindu mála, segir í upp­gjörinu.

„Vís­bendingar eru um að hættan í Grinda­vík sé á undan­haldi og hægt verði að hefja vinnu við að koma starf­semi fé­lagsins í fyrra horf.

Heilt yfir er upp­gjörið gott og í takt við væntingar fé­lagsins. Aukið vægi bol­fisks­heimilda og fjár­festingar síðustu ára jafna út sveiflur á milli tegunda. Þrátt fyrir ýmsar á­skoranir er fé­lagið með sterkan efna­hag og fjöl­breyttan rekstur til að takast á við fram­tíðina. Sem fyrr hefur Síldar­vinnslan lagt á­herslu á fjár­festingar til að þjóna við­skipta­vinum sínum betur en að­eins með fjár­festingu í greininni er sjávar­út­vegurinn í stakk búinn að verja sam­keppnis­for­skot sitt á al­þjóð­legum mörkuðum,“ segir Gunn­þór.