Sam­kvæmt ítar­legri greiningu Stefnis á kauprétti og launum stjórn­enda skráðra félaga á Ís­landi er ljóst að mikil sam­svörun er milli kaupréttar­samninga meðal stjórn­enda, þrátt fyrir að rekstur og vöxtur félaganna séu afar ólíkur.

Greiningin bendir til þess að kaupréttar­samningar stjórn­enda hér­lendis séu nokkuð staðlaðir og virðast eiga rætur sínar að rekja til ráðgjafar­fyrir­tækja.

Félög í kaup­höllinni sem eru með kaupréttaráætlanir eru al­mennt að út­hluta kaupréttum sem nema um 2% af útistandandi hluta­fé en þó eru einnig til­fallandi dæmi um hærra hlut­fall.

Frá 2021 hefur notkun kauprétts aukist verulega hjá félögum í kauphöllinni. Um helmingur útistandandi kaupréttarsamninga er hins vegar verðlaus eða „out of the money“ líkt og það kallað.

Ef mögu­legur kostnaður til hlut­hafa af kaupréttum sem voru út­hlutaðir á árinu 2024, miðað við 12,5% ár­lega ávöxtun, er skoðaður er ljóst að þeir gætu leitt til hækkunar á heildar­launa­kostnaði til for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra.

Sam­kvæmt út­reikningum Stefnis er um að ræða allt að 25–26% hækkun miðað við árið 2023 en vegna skorts á upp­lýsinga­gjöf þá er ekki alltaf hægt að slá því föstu hver hækkunin er þar sem ekki liggur nákvæm­lega fyrir hvernig kaupréttar­heimildum er dreift til stjórn­enda.

Hagar og Festi eru hér í sér­flokki. En í báðum til­fellum gæti kostnaðurinn til hlut­hafa farið yfir 250 milljónir króna, miðað við for­sendu um 12,5% ár­lega ávöxtun hluta­fjár á markaði.

Áskrif­endur geta lesið ítarlega um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um kauprétti stjórn­enda í skráðum félögum hér.