Alls voru 4.770 störf laus á íslenskum vinnumarkaði á fyrsta ársfjórðungi 2025 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma voru um 230.000 störf mönnuð og var hlutfall lausra starfa því um 2%.

Lausum störfum fjölgaði um 800 á milli ársfjórðunga og hlutfall lausra starfa jókst þá um 0,4 prósentustig.

Samanburður við fyrsta ársfjórðung 2024 sýnir að lausum störfum fækkaði um 2.120 á milli ára og hlutfall lausra starfa dróst saman um 0,9 prósentustig.

Til samanburðar voru 3.830 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á fjórða ársfjórðungi 2024. Þá voru 243.300 störf mönnuð og var hlutfall lausra starfa um 1,6%.