Þegar hluta­bréfa­markaðir fóru á hliðina í kjölfar hertari tolla­að­gerða Bandaríkja­for­seta fyrr á árinu, ákváðu margir fjár­festar að færa eignir sínar í reiðufé og bíða óvissuna af sér.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal voru þó fjölmargir sem ákváðu að standa af sér storminn.

Einn slíkur fjár­festir er hinn 25 ára gamli Luke Pad­gett.

Luke, sem er 25 ára gagna­verk­fræðingur í Plano í Texas, kaus að gera ekki neitt og nú hefur sú ákvörðun skilað honum ávöxtun á ný.

„Fyrir venju­legt fólk endar það sjaldnast vel að reyna að tíma­setja markaðinn,“ segir Pad­gett. „Ég nenni ekki einu sinni að reyna það.“

Lærði dýr­mæta lexíu í námi

Luke missti einu sinni 1.000 dali á einum degi í áhættusömum val­rétta­við­skiptum á námsárum sínum en hann hefur síðan þá ákveðið að breyta um fjár­festinga­stefnu.

Í sam­tali við WSJ segist hann núna leggja áherslu á ein­fald­leika, góða dreifingu og þolin­mæði.

Í dag er rúm­lega 80% af fjár­festinga­safni hans í sjóðnum Vangu­ard To­ta­l World Stock Index kauphallarsjóðnum, sem speglar þróun hluta­bréfa­markaða um allan heim.

Þegar hluta­bréfa­markaðir féllu í apríl í kjölfar nýrra tolla og vaxandi óvissu í sam­skiptum Bandaríkjanna og Kína ákvað hann ekki að hreyfa við eignar­hlut sínum í sjóðnum.

Hann bætti ekki við eignum, en seldi heldur ekki.

Nú þegar markaðir hafa tekið við sér aftur, hefur Vangu­ard-sjóður hans hækkað um 4,6% frá 1. apríl.

„Ef þessi að­ferð bregst al­var­lega, þá eru vanda­málin stærri en fjár­festinga­safnið þitt,“ segir Luke við WSJ.

Sam­kvæmt WSJ er Pad­gett ekki sá eini sem sýndi yfir­vegun í gegnum tollaóvissuna. Fjölmargir fjár­festar sem ákváðu að halda sínu striki hafa nú séð eignir sínar jafna sig og jafn­vel hækka aftur.

Andrew Skill­man, 60 ára fjár­festir í Nýju Mexíkó, lýsir því að hann hafi hrein­lega hætt að skoða fjár­festinga­reikninga sína í tvær vikur í apríl. „Tíma­setning markaðarins er einskis virði; það á enginn kristal­skúlu,“ segir hann.

Þegar hann loks leit aftur á reikningana hafði eigna­safnið hans náð sér að mestu.

Aaron Heisler, 51 árs íbúi San Diego, ákvað í fyrsta sinn á 25 ára ferli sínum að bregðast ekki við með til­viljana­kenndum breytingum.

Hann hafði áður gert „viðbragðs­breytingar“ í kjölfar 9/11, fjár­mála­kreppunnar 2008 og heims­far­aldursins 2020 en nú ákvað hann að halda sig við fyrir fram ákveðna eigna­dreifingu.

„Ég hef skuld­bundið mig til að fylgja eigna­sam­setningu sem ég ætla ekki að víkja frá,“ segir Heisler, sem sér eftir að hafa ekki haft meira laust fé til að kaupa í lægðinni.