Shou Zi Chew forstjóri TikTok mætir fyrir orku- og viðskiptanefnd bandaríska þingsins í dag, klukkan tvö á íslenskum tíma.

Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að kommúnistastjórnin í Kína gæti fengið aðgang að persónuupplýsingum notenda Tiktok. Margir Repúblikanaþingmenn hafa þannig kallað eftir allsherjarbanni á notkun TikTok í Bandaríkjunum, og styður formaður nefndarinnar þá tillögu.

Þá hefur ríkisstjórn Biden krafist þess að ByteDance selji hlut sinn í TikTok, annars verði samfélagsmiðilinn bannaður í Bandaríkjunum.