Gagnaversfyrirtækið Verne Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ, hefur gert samning við alþjóðlega gervigreindar-innviðafyrirtækið Nebius um uppsetningu á NVIDIA H200 GPU-klasa í gagnaveri fyrirtækisins á Íslandi.

Um er að ræða umfangsmestu einstöku uppsetningu í sögu Verne Global á Íslandi, en Nebius mun koma á 10MW klasa fyrir í gagnaver Verne.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Verne er samningurinn hluti af viðamikilli uppbyggingu Nebius á gervigreindarinnviðum í Evrópu og Bandaríkjunum, með markmiði um að veita orkuskilvirkar lausnir fyrir gervigreind

Nebius valdi Verne Global vegna reynslu félagsins, notkunar á 100% endurnýjanlegri orku og færni í að mæta tæknilegum og landfærilegum kröfum.

Gagnaver Verne Global er rekið á fyrrverandi NATO-svæðinu á Íslandi og nýtir eingöngu endurnýjanlega orku út vatns- og jarðvarmavirkjunum. Sú umhverfisvæna nálgun fellur vel að stefnu Nebius, sem lætur orkunotkun og rekstrarskilvirkni vera í fyrirrúmi.

„Samstarfið við Nebius undirstrikar getu okkar til að veita háþjónustu gagnaverlausnir á skömmum tíma og í miklum mæli, á sama tíma og við styðjum við hraða vöxt gervigreindargeirans með lágmarks umhverfisáhrifum," segir Dominic Ward, forstjóri Verne Global.

Andrey Korolenko, stofnandi og yfirmaður vöruþróunar og innviða hjá Nebius, segir að Verne hafi verið augljós valkostur.

„Tæknileg færni þeirra og sveigjanleiki í uppsetningu gerir okkur kleift að koma gervigreindarlausnum okkar á markað hraðar og umhverfisvænna,“ segir Andrey Korolenko.

Verne Global rekur fjögur gagnaver á Norðurlöndum, þar af eitt á Íslandi, og eitt háhraðatengd gagnaver í London.

Nebius, sem hefur höfuðstöðvar í Amsterdam og er skráð á Nasdaq, rekur alþjóðlega starfsemi og hefur ráðist í viðamikla uppbyggingu gervigreindarinnviða um heim allan.