Staðan sem við blasir hér á landi í raforkumálum er svört en ýmsir aðilar hafa varað við því undanfarin ár að orkuskortur væri yfirvofandi.

Ein birtingamynd þess er skerðingar en þrjú ár í röð hefur afhending raforku til fiskimjölsverksmiðja og gagnavera sem stunda rafmyntagröft verið skert af Landsvirkjun. Síðustu tvö ár hafa aðrir stórnotendur sömuleiðis sætt skerðingum, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið.

Staðan sem við blasir hér á landi í raforkumálum er svört en ýmsir aðilar hafa varað við því undanfarin ár að orkuskortur væri yfirvofandi.

Ein birtingamynd þess er skerðingar en þrjú ár í röð hefur afhending raforku til fiskimjölsverksmiðja og gagnavera sem stunda rafmyntagröft verið skert af Landsvirkjun. Síðustu tvö ár hafa aðrir stórnotendur sömuleiðis sætt skerðingum, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið.

Einhverjir hafa horft til þess að stórnotendur, sem nota um 80% orkunnar hér á landi, selji raforku aftur inn á kerfið í neyðartilvikum. Landsvirkjun hefur áður reynt að kaupa raforku til baka af stórnotendum en í skerðingunum veturinn 2022 varð ekkert af viðskiptum þar sem fyrirtækin vildu margfalt samningsverð.

Landsvirkjun gerði aðra tilraun í vetur en hefur ekki gefið út hvað kom út úr þeim viðræðum. Áhuginn virðist þó hafa verið takmarkaður.

Óljós stefna óásættanleg

Viðbúið er að orkunotkun almennt muni einungis aukast eftir því sem fram líður en engin ný orkuvinnsluverkefni eru væntanleg fyrr en í fyrsta lagi árið 2026. Aðgerðarleysi í orkumálum hefur einkennt síðasta áratug og hefur meðal annars leitt til þess að fyrirtæki hafi þurft að grípa til þess ráðs að brenna díselolíu, sem rímar lítið við loftslagsáherslur stjórnvalda.

Stjórnvöld virðast þó hafa vaknað upp af værum svefni þegar ljóst var að það stefndi í neyðarástand. Kallað hefur verið eftir því að heimili og fyrirtæki landsins séu varin og á síðasta þingi voru lögð fram tvö frumvörp, eitt frá ráðherra og annað frá nefnd að beiðni ráherra, sem áttu að tryggja raforkuöryggi. Hvorugt þeirra náði fram að ganga. Þó markmiðin með frumvörpunum væru skýr virtist leiðin að þeim óljós.

Raforkuverð á Íslandi er áfram lágt í alþjóðlegum samanburði og heimili og fyrirtæki landsins hafa hingað til lítið sem ekkert fundið fyrir orkuskorti en blikur eru á lofti. Miðað við vöxt samfélagsins og atvinnulífsins er mögulegt að raforka á Íslandi verði á endanum uppseld, ef hún er það ekki nú þegar, og óhjákvæmilegt að verð muni hækka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.