„Saga PWC er svolítið tengd sögu endurskoðunar á Íslandi. Það er akkúrat fyrir hundrað árum sem það kemur hingað endurskoðandi frá Danmörku, Nils Manscher, og opnar hér stofu ásamt íslenskum endurskoðanda. Þetta markar eiginlega upphaf endurskoðunar á Íslandi,“ segir Ljósbrá Baldursdóttir, forstjóri PwC á Íslandi, en haldið var upp á 100 ára afmæli fyrirtækisins við hátíðlega athöfn í dag.

„Saga PWC er svolítið tengd sögu endurskoðunar á Íslandi. Það er akkúrat fyrir hundrað árum sem það kemur hingað endurskoðandi frá Danmörku, Nils Manscher, og opnar hér stofu ásamt íslenskum endurskoðanda. Þetta markar eiginlega upphaf endurskoðunar á Íslandi,“ segir Ljósbrá Baldursdóttir, forstjóri PwC á Íslandi, en haldið var upp á 100 ára afmæli fyrirtækisins við hátíðlega athöfn í dag.

„Ég held að það séu ekki mörg fyrirtæki sem eru svona gömul þannig þetta er skemmtilegt og við erum mjög stolt af þessum árangri.“

Talsverðar breytingar hafa orðið á starfsemi endurskoðunarstofunnar á þeirri öld sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Sjálf hóf Ljósbrá störf hjá PwC fyrir rúmum tveimur áratugum en hún segir að á þeim tíma hafi orðið mikil breyting á starfi endurskoðandans.

„Regluverkið breytist svo hratt og þú þarft alltaf að vera á tánum og halda þér faglegum miðað við nýjustu þekkingu. Síðan er reglulega verið að innleiða nýka staðla, verið að breyta aðferðum og auka kröfurnar. Með því að vera hluti af alþjóðlegri endurskoðunarskrifstofu eins og PwC þá vinnum við samkvæmt aðferðarfræði fyrirtækisins sem er eins allstaðar í heiminum,“ segir Ljósbrá en enginn afsláttur sé þó gefinn þótt Ísland sé lítið land.

„Ég myndi segja að endurskoðun í dag sé allt annað fag en það var bara fyrir tíu árum. Fyrir kannski 20-30 árum þá voru fyrirtæki ekki mikið að gera ársreikningana sína sjálf og þurftu aðstoð við að gera þá en nú hefur orðið breyting. Fyrirtækin eru orðin miklu sjálfstæðari, það er aukin þekking í reikningsskilafræðum, áætlanagerð og öllu slíku hjá fyrirtækjum,“ segir Ljósbrá.

Nánar er rætt við Ljósbrá í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið og viðtalið í heild klukkan 19:30 hér.