Í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar voru tekin saman nokkur ummæli úr heimi stjórnmála, viðskipta og menningar sem vöktu athygli á árinu sem var að líða og gott er að rifja upp.

Gísli Marteinn í öðru veldi

„Framkvæmdastjórinn er eins og Gísli Marteinn í öðru veldi.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, reki „Samfylkingarlínuna í öðru veldi“.

Ein­ar Þor­steins­son tek­ur við af Degi B. Eggerts­syni sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Borgin í samkeppni við verktaka?

„Er svarið að borgin opni Byggingarfélag Reykjavíkur?“

Einar Þorsteinsson viðraði á Viðskiptaþingi óánægju sína með verktaka sem honum þótti ekki sína nægilega samfélagslega ábyrgð með því að draga úr nýframkvæmdum á verðbólgutímum. Til að höggva á hnútinn boðaði Einar mögulega stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Hvers vegna er Arion banki til?

„Til að virkja kraft norðursins!“

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, aflétti allri óvissu um hvers vegna bankinn væri til í ávarpi í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans. Hann sagði tilganginn fela í sér óbilandi trú bankans á því umhverfi sem hann starfaði í; trú á fólkinu sem byggði þetta land og í raun öllu norðurslóðasvæðinu.

Guðmundur Marteinsson
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Frítími borgar ekki reikninga

„Ég þekki allavegana fáa sem geta borgað reikningana sína með frítíma.“

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónuss, ræddi m.a. um styttingu vinnuvikunnar í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann sagði tal um styttingu vinnuvikunnar á skjön við þann raunveruleika sem fólk býr við. Það sé kannski hægt hjá hinu opinbera sem skerði bara þjónustuna á móti styttingunni, en hjá fyrirtækjum á almennum markaði sé það ekki eins auðvelt.

Andrés Jónsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Kaupréttarsamninga handa ríkisstarfsmönnum?

„Skil ekki einkageirafólk sem vælir yfir þessu. Þetta eru einkageiraaðgerðir sem skila okkur bættum árangri í ríkisrekstrinum.“

Andrés Jónsson almannatengill lagði orð í belg í umræðuna um bónusgreiðslur til þeirra starfsmanna Skattsins sem standa sig vel í endurálagningunni.

Bergþóra Þorkelsdóttir - ÍSAM
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Áravillt Vegagerð

„Sá sem var að taka þetta saman fór áravillt.“

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, í viðtali við Spursmál er henni var bent á að stálverð hefði þá verið á svipuðum slóðum og árið 2019. Skömmu áður hafði Vegagerðin skýrt stóraukið kostnaðarmat brúar yfir Fossvog m.a. með gríðarlegri hækkun stálverðs vegna stríðsátakanna í Úkraínu.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Blað brotið í sögu Reykjavíkur

„Ég held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík.“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um ákvörðun meirihlutans í borginni að hafna tillögu Sjálfstæðisflokksins um byggingu mathallar í Mjóddinni.

© Haraldur Jónasson (Haraldur Jónasson)

RÚV selur og selur

„Stofnunin þarf alltaf meira.“

Magnús Ragnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, í frétt Viðskiptablaðsins um áætlaða 17,4% aukningu auglýsingatekna hjá RÚV á árinu 2024. Tekjuaukningin er þvert á markmið þjónustusamnings sem Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra og Stefán Eiríksson undirrituðu snemma á árinu.

© Eggert Jóhannesson (M mynd/Eggert Jóhannesson)

Lyftir umræðunni upp á hærra plan

„Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar.“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason svaraði færslu Gunnars Úlfarssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, á samfélagsmiðlinum X af sinni alkunnu stillingu. Í færslu sinni, sem skrifuð var vegna hækkunar Lilju Alfreðsdóttur á listamannalaunum, benti Gunnar á að opinber útgjöld til menningarmála væru hvergi hærri í Evrópu en hér á landi.

Páll Gunnar Pálsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þá óvinur hinna?

„Samkeppniseftirlitið er vinur langflestra fyrirtækja á Íslandi.“

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, ræddi samkeppnismál í morgunútvarpi Rásar 2.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Gömul saga og ný

„Ég á það ekki en ég má það.“

Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, velti fyrir sér í viðtali við Dagmál á mbl.is hvort bankaráð Landsbankans hefði unnið eftir nýju mottói við ákvörðunina að kaupa TM. Fyrir hrun var mottóið hjá ýmsum: „ég á það, ég má það“.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Ekki offramboð af góðu fólki í VG

„Ég ætla ekki að segja að ég hafi verið með offramboð af góðu fólki.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi formaður og núverandi varaformaður Vinstri grænna, að loknum blaðamannafundi þar sem greint var frá að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram þrátt fyrir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kom inn í stjórnina í stað Katrínar.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Endurmenntun dýralæknis

„Ég las grein í The Economist á dögunum og í henni stóð að stefnumótunin skipti 10% máli en framkvæmdin 90% máli.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Morgunblaðið.

Stöðuleikasáttmálinn undirritaður í Karphúsinu
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Sigrum verðbólguna með ríkisniðurgreiðslum

„Hádegismaturinn getur sem sagt verið ókeypis og með því náð niður verðbólgunni.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigurreif í færslu á Facebook eftir nýjar verðbólgutölur

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Bara umbúðir hjá Kristrúnu

„Innihaldið í því sem hún er að tala fyrir eru hærri skattar, stærra ríki, meiri millifærslur.“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um „nýja upphafið“ sem Samfylkingin boðar.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Sjálfsmynd framar tekjum

„Eitt eru tekjur, þær skipta máli en það skiptir ekki síður máli að hlúa að sjálfsmynd okkar sem þjóðar.“

Lilja Alfreðsdóttir fagnaði því að Alþingi hefði samþykkt að fjölga þeim sem geta þegið listamannalaun.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Í ritdeilu við sjálfan sig

„Nú hef ég fengið úr herbúðum hennar heimildir fyrir því að þessi skoðanaskipti mín stæðust ekki.“

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur en snerist svo hugur þegar honum var bent á að hún væri mótfallin frekari virkjanaáformum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þétting bókhalds

„Mér finnst þetta bara alveg ótrúlegt og þetta mál allt dæmigert fúsk og slóðaskapur.“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um umfjöllun Kastljóssins um samninga borgarinnar við olíufélögin um íbúðauppbyggingu á bensínstöðvalóðum.

© BIG (VB MYND/BIG)

Vill óhagnaðardrifna lóðasölu

„Við sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði fáum ekki lóðir á hagkvæmu verði.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðaði sig á því að óhagnaðardrifin leigufélög nytu ekki vildarkjara í lóðakaupum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lögmál framboðs og eftirspurnar gilda ekki á Íslandi

„Efnahagsmál í dag eru að stórum hluta skipulögð út frá kenningum sem eru úreltar.“

Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, í samtali við Morgunblaðið.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
„Góð regla að trúa aldrei tali um opinber fjármál fyrr en Gylfi Magnússon hefur tjáð sig um staðreyndir málsins.“

Stefán Ólafsson félagsfræðingur tók þátt í umræðu á Facebook-síðu Gylfa Magnússonar um meinta framúrskarandi sterka fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar.

© BIG (VB MYND/BIG)

Skussaverðlaun Nóbels

„Þetta er stjórnsýsla sem ætti að fá skussaverðlaun Nóbels.“

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, var ómyrkur í máli í samtali við Morgunblaðið um vinnubrögð matvælaráðuneytisins sem gáfu Hval örfáa daga til að svara umsögnum við umsókn félagsins um veiðar á langreyði.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Þetta er það sem fjárfestarnir horfa til

„Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi.“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kjarnaði aðalatriðin í tilkynningu um uppgjör annars fjórðungs.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Dansaðu skattlagði vindur

„Vindur í eigu þjóðar.“

Fyrirsögn á grein Guðmundar Inga Guðbrandssonar þar sem hann viðraði enn á ný hugmynd Vinstri grænna um að skattleggja íslensku norðanáttina.