101 meðvirkni
Það að stækka NATO og stækka NATO hefur leitt til mestu styrjaldar í Evrópu.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, viðraði þessa skoðun sína í viðtali þar ástæður innrásar Rússa í Úkraínu voru ræddar.

Þorsteinn Sæmundsson.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Er þetta þá ekki kisunum að kenna eftir allt saman?
Á meðan það er ekki gert geisar verðbólga af mannavöldum.
Þorsteinn Sæmundsson, stjórnarmaður í Miðflokknum, greindi rætur verðbólgunnar í greinarstúfi.

Björn Leví Gunnarsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hættan við alþjóðaviðskipti
Að sjálfsögðu geta svona viðskipti aukið hættu á njósnum.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óttaðist njósnastarfsemi af hálfu franska sjóðastýringafyrirækisins Ardian í kjölfar kaupa þess á Mílu.

Svandís Svavarsdóttir.
© BIG (VB MYND/BIG)
Gleði neytenda
Það væri náttúrulega ekki gaman hjá neytendum heldur ef það yrði framleiðslufall á Íslandi.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lét þessi ummæli falla eftir að hafa bjargað hamingju neytenda með þriggja milljarða viðbótarstuðningi við bændur landsins vegna mikilla hækkana á aðföngum.
Ummæli ársins birtust í tímaritinu Áramót, sem kom út fimmtudaginn 29. desember. Áskrifendur geta lesið ummæli ársins í heild hér.