Eftir átta við­skipta­daga af sam­felldum hækkunum lækkaði S&P 500 vísi­talan í gær.

Vísi­talan hefur ekki hækkað níu við­skipta­daga í röð síðan 2004 en það stefndi í það áður en Jerome Powell seðla­banka­stjóri hélt ræðu á ráð­stefnu á vegum Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins. Að mati erlendra viðskiptamiðla höfðu ummælin áhrif á markaðinn.

Powell sagði á fundinum að hann væri ekki sann­færður um að vextir væru nægi­lega háir til að ná niður verð­bólgunni en að mati erlendra viðskiptamiðla höfðu ummælin áhrif á markaðinn.

Markaðurinn brást snögg­lega við og endaði S&P 500 vísi­talan á að lækka um 0,8% en hún hefur að­eins hækkað níu daga sam­fellt 32 síðan 1928, sam­kvæmt Dow Jones Market Data en The Wall Street Journal greinir frá.

Eftir átta við­skipta­daga af sam­felldum hækkunum lækkaði S&P 500 vísi­talan í gær.

Vísi­talan hefur ekki hækkað níu við­skipta­daga í röð síðan 2004 en það stefndi í það áður en Jerome Powell seðla­banka­stjóri hélt ræðu á ráð­stefnu á vegum Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins. Að mati erlendra viðskiptamiðla höfðu ummælin áhrif á markaðinn.

Powell sagði á fundinum að hann væri ekki sann­færður um að vextir væru nægi­lega háir til að ná niður verð­bólgunni en að mati erlendra viðskiptamiðla höfðu ummælin áhrif á markaðinn.

Markaðurinn brást snögg­lega við og endaði S&P 500 vísi­talan á að lækka um 0,8% en hún hefur að­eins hækkað níu daga sam­fellt 32 síðan 1928, sam­kvæmt Dow Jones Market Data en The Wall Street Journal greinir frá.

Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin eru þunga­miðjan, féll um 0,9% og Dow Jones vísi­talan fór niður um 220 punkta eða 0,6%.

Markaðurinn vestan­hafs tók við sér í síðustu viku eftir að Powell sagði að hærri á­vöxtunar­krafa á ríkis­skulda­bréfum væru að hækka láns­kostnað það mikið að Banda­ríkin gætu náð verð­bólgunni niður án frekari vaxta­hækkana.

Í gær fékk ríkið þó ekki jafn marga fjár­festa til að kaupa 24 milljarða dala lang­tíma­skulda­bréf og vonir stóðu til.

„Ef það verður nauð­syn­legt að þrengja peninga­stefnuna enn frekar munum við ekki hika við það,“ sagði Powell.