Fraser-stofnunin (e. Fraser Insti­tute) í Kanada hefur birt niður­stöður alþjóð­legrar saman­burðar­rannsóknar á efna­hags­legu frelsi í heiminum og situr Ís­land í 14. sæti annað árið í röð.

Rannsóknin nær til 165 landa og er efna­hags­legt frelsi mest í Hong Kong þar á eftir kemur Singa­púr, svo Sviss og Nýja-Sjáland. Þá koma Bandaríkin, Dan­mörk, Ír­land, Kanada, Ástralía, og Lúxem­borg í sætunum frá 5 til 10.

Ís­land sat í 11. sæti fyrir tveimur árum síðan sam­kvæmt niður­stöðunum. Eru hlut­falls­lega mikil um­svif hins opin­bera ástæða þess að Ís­land raðast neðar en þessi lönd á lista.

Í tilkynningu frá Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál segir að staða Íslands helgist einkum af sterkum lagalegum og pólitískum innviðum, ríkri vernd eignarréttar, en íþyngjandi regluverki í viðskiptaumhverfi fyrirtækja og á vinnumarkaði í samanburði við önnur lönd.

Ef ein­kunnir Ís­lands í lykil­flokkum, sem eru á skalanum 1-10 þar sem hærri tala bendir til meira efna­hags­legs frelsis, eru skoðaðar má sjá hversu gríðar­legt um­fang hins opin­bera er hér­lendis.

Ís­land hækkar úr 5,98 í 6,03 þegar kemur að um­fangi hins opin­bera og er Ís­lands í 120. sæti.

Ís­land fær 8,77 í ein­kunn þegar kemur að laga­um­hverfi og vernd eignaréttar og situr í 6. sæti.

Ís­land er í 35. sæti þegar kemur að að­gangi að traustum gjald­miðli, 42. sæti í frelsi til alþjóða­við­skipta og 32. sæti þegar kemur að reglu­byrði.

Ís­land er ágætt í norrænum saman­burði

Sé litið til stærstu hag­kerfanna eru helstu niður­stöður: Bandaríkin í 5. sæti, Japan í 11. sæti, Þýska­land er í 16. sæti, Frakk­land í 36. sæti, Ítalía í 51. sæti, Mexíkó í 65. sæti, Ind­land í 84. sæti, Brasilía í 85. sæti, Kína í 104. sæti og Rúss­land í 119. sæti.

Botn listans verma svo Sýr­land, Súdan, Simba­b­ve og Venesúela en hafa þarf í huga að harð­stjórnarríki eins og Norður-Kórea og Kúba eru ekki með í rannsókninni vegna skorts á gögnum.

Horn­steinar efna­hags­legs frelsis Sam­kvæmt skýrslunni eru horn­steinar efna­hags­legs frelsis val­frelsi ein­stak­linga, við­skipta­frelsi, sam­keppnis­frelsi, sterkir laga­legir inn­viðir, að­gangur að traustum gjald­miðli og vernd eignarréttar.

Vísi­tala at­vinnu­frelsis (index of economic freedom) ræðst af fimm megin­sviðum:

  • Um­fangi opin­bers reksturs, skatta og fyrir­tækja.
  • Laga­legu um­hverfi og friðhelgi eignarréttar.
  • Að­gangi að traustum peningum.
  • • Frelsi og öryggi til alþjóð­legra við­skipta.
  • Reglu­byrði á fjár­magns- og vinnu­markaði og um fyrir­tæki.

Innan þessara fimm megin­sviða eru síðan 25 þættir en sumir þeirra eru síðan að­greindir í enn frekari undir­þætti.

Í heildina er vísi­talan því sett saman úr 45 að­greindum breytum. Hvert svið, þáttur og undir­þáttur eru síðan mæld á kvarða 0 til 10 sem hvílir á dreifingu undir­liggjandi gagna.

Síðan eru undir­þættirnir vegnir í meðaltöl, og slíkt hið sama gildir um þættina og að lokum um hin fimm megin­sviðin, og til verður gildi fyrir hvert land. Löndum er síðan raðað eftir ein­kunn, sem segir til um í hvaða mæli þau fylgja stefnu sem leiðir til efna­hags­legs frelsis.