Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt áform um sameiningu sjóða í samráðsgátt stjórnvalda. Áformin fela í sér að fækka sjóðum á málefnasviðum ráðuneytisins úr átta í þrjá fela auk þess að skerpa á hlutverki Rannís þannig að það endurspegli betur raunverulegt hlutverk stofnunarinnar í dag.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir mikil tækifæri vera til hagræðingar í umsýslu opinberra sjóða m.a. með nýrri sjóðagátt og færri sjóðum.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt áform um sameiningu sjóða í samráðsgátt stjórnvalda. Áformin fela í sér að fækka sjóðum á málefnasviðum ráðuneytisins úr átta í þrjá fela auk þess að skerpa á hlutverki Rannís þannig að það endurspegli betur raunverulegt hlutverk stofnunarinnar í dag.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir mikil tækifæri vera til hagræðingar í umsýslu opinberra sjóða m.a. með nýrri sjóðagátt og færri sjóðum.

„Ég hefst handa á sjóðum ráðuneytisins og sé tækifæri til enn meiri sameininga þvert á ráðuneyti. Það er óboðlegt að umsýslukostnaður hjá ríkinu sé hátt í milljarður á ári hverju,“ hún í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Heildarumsýslukostnaður sjóða á vegum ráðuneytanna nam a.m.k. 840 milljónum króna auk kostnaðar við vinnu starfsmanna ráðuneyta og annarra opinberra aðila, að því er segir í tilkynningunni.

„Lækkun umsýslukostnaðar sem hlytist af þessum sameiningum myndi ráðast af endanlegri útfærslu, en ætla má að lækkunin næmi tugum milljóna.“

Ein sjóðagátt í pípunum

Ofangreind áform, sem voru fyrst kynnt í febrúar, byggja á greiningu ráðuneytisins sem sýndi fram á að sameiningar sjóða og ein umsóknargátt fyrir alla sjóði geti aukið árangur og skilvirkni opinberra samkeppnissjóða á Íslandi svo um munar.

Sjóðirnir sem um ræðir eru: Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður, Innviðasjóður, Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar, Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Lóa nýsköpunarstyrkir og Fléttan nýsköpunarstyrkir.

Ráðuneyti Áslaugar vinnur einnig í samstarfi við fjármálaráðuneytið að því að opna svokallaða sjóðagátt þar sem upplýsingar um sjóði og umsóknarfresti verða færðar á sameiginlega heimasíðu sem verður hluti af island.is.

„Með þessu verður sýnileiki allra sjóða hins opinbera aukinn og umsækjendur eiga auðveldara með að finna réttan farveg fyrir hugmyndir sínar. Sjóðagáttin verður aðgengileg fyrir alla sjóði óháð ráðuneytum og hafa þeir þá val um hvort þeir nýta sér hana.“

Skýra hlutverk Rannís betur

Ráðuneytið segir að með áformaskjalinu sé einnig horft til að skýra hlutverk Rannís skýrt betur þannig að lögin endurspegli raunverulegt hlutverk stofnunarinnar.

Horft sé til að aðlaga ákvæði sem varða hlutverk og verkefni Rannís þannig að stofnunin annist umsýslu opinberra sjóða, sinni þjónustu við þekkingarsamfélagið, gagnaöflun og greiningu á sviði vísinda og nýsköpunar innanlands og í tengslum við samstarfsáætlanir sem Ísland tekur þátt í.