Sé litið fram hjá sögu­legu skriði hluta­bréfa­verðs Nvidia hefur gengi App­le hækkað mest af tækni­fyrir­tækjunum vestan­hafs frá því að heims­far­aldur Co­vid-19 skall á, sam­kvæmt Un­hed­ged frétta­bréfi Financial Times í dag.

Pistla­höfundar fjalla þar um gengis­hækkun App­le síðast­liðin ár en þeim þykir undra­vert að fyrir­tækið virðist alltaf njóta góðs af þegar smá­vægi­legar tækni­bólur myndast á markaði en tekur sjaldnast þátt í dýfunum sem eiga til að fylgja.

Nú síðast fóru tækni­fyrir­tækin á flug um miðjan apríl er verð­bólga var að hjaðna og vonir um að vaxta­lækkanir væru handan við hornið jukust.

Þegar þær vonir fóru að dvína yfir sumar­tímann lækkaði gengið hjá flestum að nýju en hluta­bréfa­verð App­le tók minni dýfu en t.d. gengi Micros­oft, Goog­le og Meta.

Síðast­liðinn mánuð hefur gengi Meta lækkað um 2% og Nvidia um 1% á meðan gengi App­le hefur hækkað um rúmt 1%.

Hluta­bréfa­verð App­le hækkaði einnig meira en Goog­le, Micros­oft og Meta þegar gervi­greindarskrumið var sem hæst á mörkuðum. Nú síðast í júní rauk gengi App­le upp eftir að fyrir­tækið greindi frá sam­starfs­samningi við OpenAI.

Pistla­höfundar benda á að þessi ein­staka hegðun á gengi App­le sé þó ekki ný af nálinni en FTfjallaði um sam­bæri­legar hreyfingar fyrir um tveimur árum.

Hvernig hluta­bréfa­verð App­le að­skilur sig hins vegar hinum tækni­fyrir­tækjunum hefur orðið greini­legra í ár, sér í lagi vegna þess að vöxtur fyrir­tækisins er minni í ár en hjá hinum tækni­risunum.

Með sambærilegt V/H hlutfall og Microsoft

Eftir­spurn eftir vörum App­le er að dragast saman og eru nýjar vörur ekki að ná sömu sölu­tölum og áður.

Hversu mikið má rekja sam­dráttinn til lög­máls stórra talna og hversu mikið má rekja til minni ný­breytni er erfitt að setja, að mati pistla­höfunda.

Iphone 16 var kynntur í Kaliforníu í gær.
Iphone 16 var kynntur í Kaliforníu í gær.
© epa (epa)

App­le hefur reynt að kveikja á­huga við­skipta­vina sinna að nýju með því að veðja á gervi­greind líkt og sást í gær þegar fyrir­tækið kynnti nýja Ip­hone 16 símann.

Fjár­festar gætu þó einnig verið hrifnir af því að tekjur App­le virðast haldast nokkuð stöðugar á milli fjórðunga, þó að hlut­fall þjónustu­tekna sé að aukast til muna.

Hlut­fall markaðs­virðis og hagnaðar hjá App­le hefur þó ekki verið hærra síðan 2021 og er það því ekki hærra síðan 2021 og er hlut­fallið nánast sam­bæri­legt og V/H hlut­fall Micros­oft.

Því spyrja pistla­höfundar hversu lengi slík þróun getur haldið á­fram en það er þó erfitt að svara því.