Xi Jinping kynnti efnahagsáætlun á fundi kommúnistaflokksins í dag þar sem farið var yfir tollastríð Trumps og núverandi efnahagsástand Kína. Á vef Guardian segir að húsnæðismál, atvinnuleysi og tollar hafi verið til umræðu.

Kínversk yfirvöld hyggjast hækka atvinnuleysisbætur, hækka tekjur og efla neyslu ásamt því að þróa þjónustugeirann.

„Við ættum að grípa til margvíslegra aðgerða til að hjálpa fyrirtækjum sem eru í erfiðri stöðu. Við ættum að styrkja fjármögnun og flýta fyrir samþættingu innlendra og erlendra viðskipta,“ segir í áætlun.

Wen-ti Sung, sérfræðingur hjá Atlantic Global China Hub, segir að þessi áætlun sé merki um að kínversk stjórnvöld líti á alþjóðaviðskiptaumhverfið sem fjandsamlegt og séu tilbúin að taka á sig mikla verðbólgu til að glíma við tollana.

„Þessi áætlun gefur líka til kynna að Kína sé að grafa fleiri skotgrafir og sé að undirbúa sig fyrir langvarandi viðskiptastríð við Donald Trump.“