Frá og með deginum í dag verður 20,91% tollur lagður á alla tómata sem fluttir eru inn til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Tómatar hafa hingað til fengið tollaundanþágu samkvæmt viðskiptasamningi sem þjóðirnar gerðu árið 2019.

Á vef Food and Wine segir að Mexíkó sjá Bandaríkjamönnum fyrir 93% af öllum innfluttum tómötum og eru áhyggjur um að verð á tómötum gæti hækkað um allt að 50%.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti ákvörðun sína í apríl og hafa tómatbændur í Mexíkó þegar dregið úr gróðursetningu fyrir haust- og vetrartímabilið til að bregðast við tollunum og mögulegri röskun á eftirspurn.

Tómatar eru ein vinsælasta ferskvara sem neydd er í Bandaríkjunum og finnst í bæði samlokum og salsaídýfu. Flórída og Kalifornía sjá um nær alla innlenda framleiðslu en eru langt frá því að geta mætt allri eftirspurn þjóðarinnar.

Sérfræðingar hafa einnig áhyggjur af þeim keðjuverkandi áhrifum sem verðhækkun gæti haft á starfsmenn innan iðnaðarins, þar á meðal tómatbændur í Sinaloa, vörubílstjóra og starfsmenn sem vinna í pakkningu matvæla.