Verslanir í Bandaríkjunum eru þegar byrjaðar að flytja inn metfjölda af vörum vegna áhyggna af mögulegu verkfalli hafnarstarfsmanna og áframhaldandi árásum á flutningaskip í Rauðahafinu.

Samkvæmt Reuters jókst innflutningur á gámum til Bandaríkjanna til muna í júlí. Fyrirtæki hafa þá flutt inn leikföng, heimilisvörur og raftæki langt áður en hátíðirnar fara að hefjast.

Aukningin er þó ekki svar við auknum útgjöldum neytenda, sem hafa staðið í stað í ljósi verðbólgu, heldur er það varúðarráðstöfun gegn mögulegu verkfalli hafnarstarfsmanna sem á að hefjast 28. nóvember nk.

Bandaríkjamenn fluttu inn 2,6 milljónir gámaeininga í síðasta mánuði, sem reyndist þriðji annaríkasti mánuður í sögu þjóðar þegar kemur að gámainnflutningi. Það samsvarar 16,8% aukningu milli ára og kom metfjöldi gáma þá frá Kína.