Ís­lenska ríkið og Lands­virkjun undir­rituðu í dag samning um lands- og vindorku­réttindi vegna Búr­fells­lundar, vindorku­garðs við Vað­öldu.

Í frétta­til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins segir Bjarni Bene­dikts­son for­sætis­ráð­herra það fagnaðar­efni að vindorkan verði þriðja stoðin í orku­kerfi landsins.

Orku­stofnun af­greiddi á mánu­daginn virkjunar­leyfi fyrir vindorku­verið Búr­fells­lund við Vað­öldu

Samningurinn veitir Lands­virkjun heimild til að reisa og reka vindorku­ver á skil­greindu svæði sunnan Sultar­tanga­stíflu innan þjóð­lendu.

Sam­kvæmt til­kynningu fær Lands­virkjun í því skyni tíma­bundinn af­nota­rétt að lands- og vindorku­réttindum á svæðinu en samningurinn gildir í 35 ár frá því að vindorku­verið hefur rekstur með mögu­legri fram­lengingu einu sinni um 15 ár.

Al­þingi sam­þykkti í vor breytingar á reglu­gerð um með­ferð og nýtingu þjóð­lendna, sem byggja á breytingum á þjóð­lendu­lögum.

Með breytingunum er for­sætis­ráð­herra veitt heimild til að víkja frá aug­lýsinga­skyldu um ráð­stöfun lands og lands­réttinda innan þjóð­lendna til aðila sem þegar hefur af­nota­rétt eða annars konar réttindi á sama nýtingar­svæði, enda þjóni slík ráð­stöfun mark­miðum um sjálf­bærni, þjóð­hags­lega hag­kvæmni, orku­öryggi og sé í nánum og eðlis­lægum tengslum við nýtingu sem fyrir er.

„Ís­lenska ríkið og Lands­virkjun munu nú hefja við­ræður til að ná fram sam­komu­lagi um fjár­hæð endur­gjalds vegna vindorku­réttinda en þar skal m.a. taka mið af fyrir­liggjandi for­dæmum dóm­stóla, gerðar­dóma og mats­nefnda um sam­bæri­leg orku­nýtingar­réttindi í ís­lenskum rétti. Einnig verður horft til á­kvæða um endur­gjald slíkra réttinda í öðrum samningum milli ríkisins og Lands­virkjunar,“ segir á vef stjórnar­ráðsins.

Búr­fells­lundur var færður í nýtingar­flokk ramma­á­ætlunar í júní 2022 en Lands­virkjun hóf undir­búning verk­efnisins árið 2010. Gert er ráð fyrir að allt að 30 vind­myllur verði reistar í vindorku­garðinum og að upp­sett afl verði um 120 MW.